Bæjarráð Fjallabyggðar

552. fundur 17. apríl 2018 kl. 12:00 - 13:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Íbúakosning vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1804050Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða íbúakosningar um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem fram fór þann 14. apríl sl. Spurt var: "Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.

Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný."

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu: 523, - 62,34%
Nei sögðu: 309, - 36,83%
Auðir og ógildir seðlar voru: 7 - 0,83%
Kosningaþátttaka var 52,5%

2.Fæðispeningar v. starfsfólks Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1804035Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu,- frístunda og menningarmála.

Lagt fram erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem kemur fram að mismunur hafi verið á greiðslu fæðispeninga til starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Farið er fram á að mismunurinn verði leiðréttur þannig að þeir starfsmenn sem ekki fengu fæðispeninga á tilteknu tímabili fái þá greidda.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari útreikningum og frestar afgreiðslu málsins.

3.Styrkumsóknir 2017 - Fasteignaskattur félagasamtaka

Málsnúmer 1709039Vakta málsnúmer

Teknar fyrir umsóknir um niðurfellingu á fasteignaskatti félagasamtaka fyrir árið 2018.
Samtals nema styrkumsóknirnar 3.029.119 kr.

Bæjarráð samþykkir framlagðan lista.

4.Skemmdir á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1804063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Þann 31. mars sl. voru unnar skemmdir á knattspyrnuvellinum í Ólafsfirði þegar ökumaður jeppa keyrði inn á völlinn og spólaði hann upp. Að svo stöddu er ekki vitað hver kostnaðurinn við viðgerðir er.

Haft hefur verið samband við Lögregluembættið á Norðurlandi eystra og óskað eftir lögregluskýrslu.

5.Götulýsing í Fjallabyggð

Málsnúmer 1804059Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna viðræðna við Rarik um götulýsingu í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir minnisblaðið og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Rarik um götulýsingu.

6.Útsvarshlutfall sveitarfélaga fyrir árið 2018

Málsnúmer 1712008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ríkisskattstjóra vegna útsvarshlutfalls við álagningu 2018 vegna tekna á árinu 2017. Óskað er eftir upplýsingum um endanlegt útsvarshlutfall en sveitarfélögum er heimilt að breyta áður ákvörðuðu útsvarshlutfalli fram til 31. mars á álagningarári.

Bæjarráð samþykkir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,48% líkt og samþykkt var í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017, og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1710105Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

8.Styrkbeiðni - eflum leiðtogafærni ungmenna

Málsnúmer 1804057Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Bandalagi íslenskra skáta. Óskað er eftir styrk til þess að efla foringjaþjálfun og leiðtogafærni ungmenna svo hægt sé að bjóða fleiri börnum þátttöku í skátastarfi.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

9.Framtíð knattspyrnusvæðisins í Ólafsfirði

Málsnúmer 1804060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Óskað er eftir fundi með bæjarráði til þess að ræða framtíð knattspyrnusvæðisins í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur formanni bæjarráðs að ræða við formann KF um fundartíma.

10.Slit á Seyru

Málsnúmer 1801020Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá hluthafafundi Seyru ehf, sem haldinn var 12. janúar sl., þar sem samþykkt var að slíta félaginu og skilanefnd kjörin.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Fundargerðir lagðar fram til kynningar; 224. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 33. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði, 110. fundar félagsmálanefndar, 5. fundar stjórnar Hornbrekku og 33. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 13:10.