Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

70. fundur 08. apríl 2019 kl. 16:15 - 17:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Gauti Már Rúnarsson boðaði forföll. Tómas Atli Einarsson sat fundinn í hans stað.

1.Sumaropnun sundlauga Fjallabyggðar 2019

Málsnúmer 1903101Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
Sumaropnun sundlauga Fjallabyggðar sumarið 2019 verður sem hér segir:

Mánudagur - föstudagur kl. 06:30 - 19:00
Laugardagur - sunnudagur kl. 10:00 - 18:00.

Eina helgi í mánuði verður opnun á föstudegi lengd til kl. 21.00 og opnunartími sunnudags stytt um tvær klukkustundir í staðinn. Opnun þann sunnudag yrði kl. 12.00 - 18.00.

Á Siglufirði verður um að ræða síðustu helgi í júní, júlí og ágúst. Í Ólafsfirði verður þessi breytta opnun 2. helgi í áðurnefndum þremur mánuðum.

2.Leikskóli Fjallabyggðar - starfsmannakönnun

Málsnúmer 1903078Vakta málsnúmer

Niðurstöður úr starfsmannakönnun í Leikskóla Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar. Áfram verður unnið með niðurstöðurnar.

3.Málefni Leikskóla Fjallabyggðar - stjórnendaráðgjöf

Málsnúmer 1711027Vakta málsnúmer

Greinargerð að lokinni stjórnendaþjálfun við Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

4.Spurningalisti til sveitarfélaga varðandi úthlutun fjármagns til nemenda með sérþarfir

Málsnúmer 1901090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fíkniefnafræðsla - opinn fundur í Tjarnarborg

Málsnúmer 1904022Vakta málsnúmer

Mánudaginn 29.apríl kl. 19:30 er fyrirhuguð fíkniefnafræðsla í Tjarnarborg. Fundurinn er í samstarfi við Lögregluna á Norðurlandi eystra og á fundinn koma tveir lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar. Þá hefur verið óskað eftir fræðslu fyrir unglingastig grunnskólans um sama málefni. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur alla íbúa Fjallabyggðar að láta sig málin varða og mæta á fundinn.

Fundi slitið - kl. 17:45.