Hafnarstjórn Fjallabyggðar

89. fundur 13. mars 2017 kl. 17:00 - 18:05 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varaformaður, D lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Kristinn Kristjánsson áheyrnarfulltrúi, F lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varamaður, S lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagjöld 2017

Málsnúmer 1701080Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. jan - 13. mars 2017 ásamt samanburði við sama tíma árið 2016.
2017 Siglufjörður 784 tonn í 175 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 62 tonn í 81 löndunum.

2016 Siglufjörður 2943 tonn í 148 löndunum.
2016 Ólafsfjörður 120 tonn í 112 löndunum.

2.Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1606064Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa.
Lagt fram til kynningar.

3.Endurbygging Bæjarbryggju, þekja og lagnir

Málsnúmer 1701075Vakta málsnúmer

Tilboð í þekju og lagnir á Bæjarbryggju voru opnuð 7. mars. Eftirfarandi tilboð bárust:
BB byggingar ehf. 120.000.000
Bás ehf. 75.318.150
Sölvi Sölvason 107.880.994
GJ smiðir ehf. 94.964.153
Kostnaðaráætlun 99.356.320
Undir þessum lið vék Ólafur Haukur Kárason af fundi og Ásgeir Logi Ásgeirsson tók við fundarstjórn.

Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda fyrir sitt leyti.

4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - Siglufjörður

Málsnúmer 1702032Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu að varanlegu gámasvæði við brimvörnina hjá Óskarsbryggju og upplýsa umsækjanda um mögulega staðsetningu.

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - Siglufjörður

Málsnúmer 1702065Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Norðurtanga vegna þjónustu við kayjakleigu. Sótt er um stöðuleyfi tímabilið 1. maí - 30. september 2017.
Hafnarstjórn samþykkir stöðuleyfi fyrir tímabilið 1. maí - 31. september 2017.

6.Sjónvarpsþættir um hafnir

Málsnúmer 1703025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem hugmynd um kynningu á starfsemi hafna í samvinnu við Hringbraut og Athygli er lýst.
Lagt fram til kynningar.

7.Verið tilbúin - námskeið

Málsnúmer 1703029Vakta málsnúmer

Hafnasambands Íslands mun standa fyrir áhugaverðu námskeiði 4. maí nk. frá kl. 10:00-15:00 undir heitinu "Verið tilbúin". Hafnir eru hvattar til að senda fulltrúa á námskeiðið.
Lagt fram til kynningar.

8.Sóttvarnaráætlun - Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 1703034Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður lagði fram Viðbragðsáætlun Almannavarna um sóttvarnir hafna og skipa, Landsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

9.Önnur mál - hafnarstjórn

Málsnúmer 1607052Vakta málsnúmer

Aníta Elefsen mætti á fund Hafnarstjórnar og gerði grein fyrir vinnu sinni vegna markaðssetningar á komum skemmtiferðaskipa árið 2017.
Hafnarstjórn þakkar Anítu fyrir vel unnin störf í þágu Fjallabyggðarhafna.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2017

Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 391 og 392 fundar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:05.