Skólamáltíðir, útboð

Málsnúmer 1604082

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 02.05.2016

Samningar v/ skólamáltíða renna út eftir þetta skólaár. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði í það að gera nýja verðkönnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, voru til umfjöllunar samningar vegna skólamáltíða, en þeir eru að renna út eftir þetta skólaár.
Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að farið yrði í gerð nýrrar verðkönnunar.

Bæjarráð samþykkir að gerð verði verðkönnun og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 01.06.2016

Á 444. fundi bæjarráðs, 10. maí 2016, var samþykkt að gerð yrði verðkönnun vegna skólamáltíða og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum.

Verðkönnunardrög vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2016 - 2018, lögð fyrir bæjarráð.
Annars vegar er um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir verðkönnunardrög með áorðnum breytingum og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála framkvæmd verðkönnunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21.06.2016

Á 447. fundi bæjarráðs, 1. júní 2016, var samþykkt að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að gera verðkönnun vegna skólamáltíða.
Annars vegar væri um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta
að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur staðsetta að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.

Tveir aðilar sendu inn tilboð.

Allinn bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Höllin bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara.

Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til kennara.

Höllin bauð kr. 840 í máltíðir fyrir nemendur ef samið yrði um báða staði.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga um skólamáltíðir við Höllina í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur við Veitingahúsið Höllina vegna skólamáltíða skólaárin 2016-2018.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23.08.2016

Lagt fram
Samningur um skólamáltíðir lagður fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 08.05.2018

Þjónustusamningur sem er í gildi vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar rennur út 5. júní nk.

Bæjarráð samþykkir að gerð verði skrifleg verðfyrirspurn, skv. 20. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar og send þjónustuaðilum. Samningur verður gerður til tveggja ára með möguleika á framlengingu til eins árs.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála afgreiðslu málsins.