Dýpkun - Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1503011

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 05.03.2015

Í ljósi þess að dýpkunarúthald er á leið til Norðurlands þá þótti hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar rétt að nýta tækifærið til að dýpka í smábátahöfn á Siglufirði. Lagðar fram teikningar af dýptarmælingum í smábátahöfnum á Siglufirði. Áætlað er að dýpka þurfi um 2.780m3 til að ná niður í kóta -3. Stór hluti kostnaðar er flutningur á dýpkunartækjum en hann dreifist á nokkrar hafnir hér á Norðurlandi og er því hagstætt að nýta tækin.

Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga um dýpkun í smábátahöfn Siglufirði við Hagtak, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Deildarstjóra tæknideildar falið að leggja fram uppkast að verksamningi við Hagtak fyrir næsta fund hafnarstjórnar. Einnig er hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að leita eftir þáttöku ríkisins í verkefninu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

66. fundur hafnarstjórnar frá 3. mars 2015, samþykkti að ganga til samninga um dýpkun í smábátahöfn Siglufirði við Hagtak. Deildarstjóra tæknideildar var falið að leggja fram uppkast að verksamningi við Hagtak fyrir næsta fund hafnarstjórnar. Einnig var hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að leita eftir þátttöku ríkisins í verkefninu.

Bæjarráð samþykkir að taka málið til formlegrar afgreiðslu þegar þátttaka ríkisins í verkefninu liggur fyrir.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27.04.2015

Lagður fram verksamningur við Hagtak hf vegna dýpkunarverkefna við höfnina á Siglufirði. Heildarkostnaður er 6.944.444 án vsk. samkvæmt samningnum.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning samhljóða.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 01.06.2015

Dýpkun í Siglufjarðarhöfn er lokið. Fjarlægðir voru 3.440 rúmmetrar af efni, sem er aukning frá áætlun um 940 rúmmetra. Aukningin stafar af viðbótarverki við innsiglingu í innrihöfn.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12.10.2015

Lagðar fram útboðsteikningar af nýjum bryggjukanti við Bæjarbryggju, Siglufirði.

Hafnastjórn samþykkir að bjóða út niðurrekstur á þili og dýpkun fyrir þili og rennu.