Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

29. fundur 06. júní 2016 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Katrín Sif Andersen fulltrúi foreldra
  • Olga Gísladóttir leikskólastjóri
  • Magnús Guðmundur Ólafsson tónskólastjóri
  • Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Anna María Elíasdóttir varamaður, D lista
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Steingrímur Óli Hákonarson fulltrúi D-lista boðaði forföll. Anna María Elíasdóttir mætti í hans stað. Hugborg Inga Harðardóttir fulltrúi foreldrafélags grunnskólans boðaði forföll. Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar boðaði forföll.

1.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar unnin af Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð og Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð.
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem liggur að baki skýrslunni og styður að áfram verði unnið að sameiningu skólanna.

2.Ábending til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna

Málsnúmer 1605034Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Samband ísl. sveitarfélaga hefur sent sveitarfélögum ábendingu um að skólanefndir kanni hvernig kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfanga og annara gagna vegna skólagöngu barna er háttað.

Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í samvinnu við skólastjórnendur að leggja slíkar upplýsingar fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

3.Ályktun ársþings UÍF

Málsnúmer 1605073Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Ályktun frá ársþingi UÍF er svohljóðandi: "Ársþing UÍF hvetur Fjallabyggð til að verða heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurhópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði. Fjallabyggð bætist þá í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt."

Fræðslu- og frístundanefnd fagnar framkominn ályktun en felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman upplýsingar um hvað það felur í sér að vera heilsueflandi samfélag ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir nefndina.

4.Rekstraryfirlit apríl 2016

Málsnúmer 1605075Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - apríl 2016. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 240.017.045 kr. Áætlun, 243.472.914 kr. Mismunur; 3.455.869 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 80.264.938 kr. Áætlun 80.799.806 kr. Mismunur; 534.868 kr.

Fundi slitið.