Bæjarstjórn Fjallabyggðar

98. fundur 05. mars 2014 kl. 17:00 - 17:30 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
 • Ásdís Pálmadóttir varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Allir aðalfulltrúar mættir að undanskildum Ingvari Erlingssyni sem boðaði forföll.
Í hans stað mætti Ásdís Pálmadóttir.
Varaforseti bauð sérstaklega velkominn Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðanda KPMG, sem mun fara yfir ársreikning sveitarfélagsins og svara fyrirspurnum.

1.Ársreikningur Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1401120Vakta málsnúmer

Til máls tók bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson og las upp bókun bæjarráðs frá 334. fundi fyrr í dag.
Bæjarstjóri fór síðan yfir helstu tölur í ársreikningi.
Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2013 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.860,8 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 150,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.903,8 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.756,9 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 206,1 millj. kr.
Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu kennitölur í ársreikningi og svaraði fyrirspurnum.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2013 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri las síðan upp fréttatilkynningu sem verður birt 6. mars.

Fundi slitið - kl. 17:30.