Bæjarráð Fjallabyggðar

212. fundur 20. apríl 2011 kl. 14:00 - 15:30 hjá samstarfsnefnd
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Samráðsfundur með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu fundinn frá Dalvíkurbyggð; Kristján E. Hjartarson formaður bæjarráðs, Jóhann Ólafsson, Valdís Guðbrandsdóttir, Guðmundur St. Jónsson forseti bæjarstjórnar, Svanfíður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Til umfjöllunar:

a) Kynning bæjarfulltrúa og starfsmanna.
Fundarmenn kynntu sig og gerðu grein fyrir hlutverkum sínum hjá sveitarfélögunum.

b) Stjórnsýsla og helstu verkefni sveitarfélagsins.
Bæjarstjórar gerðu grein fyrir skipuritum og hvernig stjórnsýslan er byggð upp í sveitarfélögunum.

c) Hvaða verkefni eru nú unnin sameiginlega?
Farið yfir þau verkefni sem sveitarfélögin eiga nú samstarf um s.s. barnaverndarnefnd, málefni fatlaðra, landupplýsingakerfi.


d) Hvaða verkefni eru áhugaverð samstarfsverkefni?
Rætt um sameiginleg hagsmunamál og möguleg önnur samstarfsverkefni í starfsemi sveitarfélaganna með það að leiðarljósi að efla þá þjónustu sem þegar er til staðar í sveitarfélögunum og styrkja þannig stoðir þessa samfélaga.

Fram kom hugmynd um að setja þurfi á formlegan samráðsvettvang og samstarf sveitarfélaganna.
lagði bæjarráð Fjallabyggðar fram drög að samþykktum fyrir samstarf sveitarfélaga á Tröllaskaga.
Bæjarfélögin munu taka þessi drög til skoðunar.

Fundi slitið - kl. 15:30.