Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

48. fundur 17. nóvember 2010 kl. 16:00 - 16:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Yfirlit yfir úthlutun leiguíbúða

Málsnúmer 1011091Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir úthlutunar leiguíbúða Fjallabyggðar, frá 20.09 til 15.11.2010.

2.Beiðni um aukið framlag fyrir gjaldaliðinn 02-11, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1008088Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir auknu framlagi vegna gjaldaliðarins 02-11-fjárhagsaðstoð, þar sem sýnt þykir að fjárhagsrammi skv. áætlun dugar ekki til að mæta útgjöldum ársins.  Félagsmálastjóra falið að senda erindið til bæjarráðs.

3.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2011

Málsnúmer 1010137Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar og gjaldskrármál.  Samþykkt að boða til sérstaks vinnufundar í næstu viku.

4.Trúnaðarmál, umsókn um styrk

Málsnúmer 1010123Vakta málsnúmer

Samþykkt að hluta.

5.Trúnáðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1011064Vakta málsnúmer

Samþykkt.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1011021Vakta málsnúmer

Samþykkt að hluta.

7.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1011015Vakta málsnúmer

Samþykkt.

8.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1011010Vakta málsnúmer

Samþykkt.

9.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1010128Vakta málsnúmer

Samþykkt.

10.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1009201Vakta málsnúmer

Samþykkt.

11.Skipulag áfallahjálpar á Íslandi

Málsnúmer 1011017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga um endurskoðað skipulag áfallahjálpar á Íslandi.  Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn áfallahjálpar þegar almannavarnaástand ríkir eða er yfirvofandi. Viðbragðsáætlunin tekur til landsins alls og á að vera leiðbeinandi en ekki endanleg fyrirmæli. Viðbragðsáætlunin er samin af þeim aðilum er sinna áfallahjálp þegar almannavarnaástand ríkir en það eru fulltrúar Landlæknisembættis, áfallateymi Landsspítala, Rauða kross Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðkirkjunnar.

12.Kynning á þjónustu Ekron

Málsnúmer 1011070Vakta málsnúmer

Erindi frá Ekron, starfsendurhægingu lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.