Fréttir

205 tonna byggðakvóti til Siglufjarðar

Sjávarútvegsráðherra hefur nú undirritað reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2004/2005. Samtals er úthlutað 3200 þorskígildum til fjörutíu byggðarlaga í 32 sveitarfélögum, sjö umsóknum var hafnað. Við úthlutunina er byggt á 9 gr. laga nr. 38, 1990 um stjórn fiskveiða.Siglufjarðarkaupstað var úthlutað 205 tonnum á grundvelli samdráttar í sjávarútvegi. Úthlutunina í heild má sjá á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytis, www.sjavarutvegsraduneyti.is
Lesa meira

Gjöf til Tónlistarskólans.

Í gær kl.15:30 fór fram athöfn í Tónlistarskóla Siglufjarðar, þar sem Louise Kr Theodórsdóttir tónmenntakennari gaf til minningar um eiginmann sinn Ragnar Má Hansson rafvirkja, sem lést þann 18. október 2003, litla harmonikku af Delicia gerð. Elías Þorvaldsson tók við gjöfinni fyrir hönd skólans og þakkaði þann hlýhug sem Louise sýndi tónlistarskólanum. Helen S. Hraunberg spilaði þvínæst eitt lag á hina nýju harmonikku.
Lesa meira

Leikskólanum berst gjöf frá Von.

Leikskólanum barst gagnleg og glæsileg gjöf frá Kvennfélaginu Von nú á dögunum. Gjöfin var frábær stafræn myndavél Kodak cx7470 og á eftir að gagnast Leikskólanum vel í framtíðinni. Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri segir vélina koma sér vel og starfsmenn eru þakklátir fyrir þessar rausnarlegu gjöf.
Lesa meira

Hugmyndasamkeppnin - auglýsing!

Siglufjarðarkaupstaður efnir til hugmyndasamkeppni um atvinnutækifæri og fjölgun starfa í Siglufirði. Hugmyndum í samkeppninni skal skilað á bæjarskrifstofu í síðasta lagi þann 20. nóvember n.k. Hugmyndirnar eiga að snúa að auknum atvinnutækifærum á Siglufirði og fjölgun starfa og mega þær hvort heldur sem er vera með Siglufjarðarkaupstað sem þátttakanda eður ei. Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi:1) Fram þarf að koma gróf áætlun um kostnað við að koma viðkomandi hugmynd í framkvæmd í upphafi.2) Fram þarf að koma hugsanlegur fjöldi starfmanna við viðkomandi starfsemi.3) Fram þurfa að koma upplýsingar um möguleika á sölu viðkomandi vöru/þjónustu.4) Skilyrði er að hugmyndum sé skilað inn undir dulnefni en með þeim fylgi lokað umslag, merkt viðkomandi dulnefni og inní því umslagi séu upplýsingar um þann sem skilar inn hugmyndinni.5) Allar hugmyndir sem berast verða birtar opinberlega mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.6) Dómnefnd verður skipuð 5 einstaklingum; Fulltrúa frá Verkalýðsfélaginu Vöku Tveimur fulltrúum atvinnurekenda í bænum. Tveimur fulltrúum Siglufjarðarkaupstaðar.7) Dómnefnd tekur mið að því við úrskurð sinn hver kostnaður við viðkomandi hugmynd er, hversu mörg störf geta skapast og hverjir möguleikar eru á að koma hugmyndinni í framkvæmd á Siglufirði.8) Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina að upphæð kr. 100.000,-.Áætlað er að úrslit í samkeppninni og allar hugmyndir verði kynntar opinberlega fyrir áramót.
Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um atvinnutækifæri og fjölgun starfa.

Fyrir bæjarráði Siglufjarðar liggja nú tillögur að hugmyndasamkeppni um atvinnutækifæri og fjölgun starfa í bænum. Bæjarstjóra hefur verið falið að útfæra tillögurnar nánar og er gert ráð fyrir því að innan skamms verði hugmyndasamkeppnin auglýst.
Lesa meira

Áætlunarflug á Sauðárkrók - bókun bæjarráðs.

Áætlunarflug Íslandsflugs á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks leggst niður á morgun, 1. október. Íslandsflug hefur selt rekstur innanlandsflugsins til Flugtaxa ehf. en helstu hluthafar þess eru Flugtak ehf. og Hydra ehf. auk Íslandsflugs. Óljóst er á þessari stundu hvert framhaldið verður og hvort áætlunarflug verði tekið upp að nýju á þessari leið en sveitarfélögin á svæðinu eru að leita allra leiða til þess að svo geti orðið og hafa leitað til Samgönguráðuneytis vegna þessa.Bæjarráð Siglufjarðar gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum í dag, 30. september:"Bæjarráð Siglufjarðar harmar þá stöðu sem blasir við varðandi flugsamgöngur við Sauðárkrók og tengingu við Siglufjörð þrátt fyrir mikla vinnu byggðaráðs Skagafjarðar og bæjarráðs Siglufjarðar við Samgönguráðuneytið um að leita allra ráða til að koma í veg fyrir þá stöðu. Áætlunarflug í gegnum Sauðárkrók með ferðum til Siglufjarðar hefur hentað Siglfirðingum vel og ljóst er að ekki verður við það unað að samgöngur við Siglufjörð verði lagðar niður til lengri tíma. Verði niðurstaðan sú að ekki verði tekið upp flug til Sauðárkróks á ný mun bæjarráð Siglufjarðar fara fram á að fram fari útboð á beinu áætlunarflugi til Siglufjarðar"
Lesa meira

Aðalskipulag Siglufjarðar 2003 - 2023 samþykkt

Á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar þann 23. september sl. var aðalskipulag Siglufjarðar 2003-2023 samþykkt. Jafnframt var samþykkt svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 og deiliskipulag fyrir Hverfisgötu – Háveg.
Lesa meira

Auglýsing um aðalskipulag og deiliskipulag við Hverfisgötu og Háveg og breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018

Auglýsingum aðalskipulag Siglufjarðar 2003-2023, deiliskipulag við Hverfisgötu og Háveg og breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018.1. T
Lesa meira

Heimsókn Krónprins Noregs og Forseta Íslands.

Þriðjudaginn 29. júní eigum við von á góðum gestum en þá heimsækja Siglufjörð Hákon krónprins Noregs og forseti Íslands ásamt föruneyti.Dagskrá:Kl. 13.45.Siglufjarðarflugvöllur.Stutt móttökuathöfn.kl. 13.55.Ráðhústorg og miðbær.Ekið í miðbæ Siglufjarðar. Norskum og Íslenskum fánum flaggað. Lifandi tónlist verður á sviðinu. Stutt gönguferð um miðbæinn undir leiðsögn forseta bæjarstjórnar, Guðnýjar Pálsdóttur og umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur. Frá Siglufjarðarkirkju verður ekið að Íþróttahúsi Siglufjarðar og skoðuð sýning á bátslíkönum úr smiðju Gríms Karlssonar.kl. 14.30.Síldarminjasafn.Móttaka í Síldarminjasafni. Örlygur Kristfinnsson safnstjóri mun veita krónprinsi og gestum leiðsögn um safnið. Fram fer síldarsöltun og flutt verða tónlistaratriði.kl. 15.30.Bátahúsið.Hákon krónprins vígir hið nýja safnahús.kl. 16.00.Siglufjarðarflugvöllur.Heimsókn krónprins lýkur, kveðjuathöfn á Siglufjarðarflugvelli.Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka þátt í heimsókninni og verði í Síldarminjasafni, Bátahúsi og í miðbænum á sama tíma og gestirnir. Tökum vel á móti krónprins Noregs og Forseta Íslands.
Lesa meira

Síldarminjasafnið vinnur til verðlauna.

Síldarminjasafnið vann til verðlauna í safnakeppni Safnaráðs Evrópu í Aþenu um síðustu helgi. Bæjarstjórn Siglufjarðar bókaði eftirfarandi á fundi sínum í gær af þessu tilefni:“Í tilefni frábærs árangurs Síldarminjasafnsins í safnakeppni Safnaráðs Evrópu óskar bæjarstjórn safnverði og forsvarsmönnum FÁUM innilega til hamingju. Árangurinn er sannarlega glæsilegur og ber vott um þann metnað og stórhug sem ríkir innan félagsins. Safnið hefur borið hróður Siglufjarðar víða og mun eflaust halda því áfram um ókomin ár. Hér er um ómetanlega perlu að ræða fyrir okkur Siglfirðinga því safnið segir ekki einvörðungu sögu síldveiða við Ísland. Á safninu er sögu okkar Siglfirðinga einnig gerð góð skil og sýnt fram á hve mikilvægu hlutverki bærinn og síldariðnaðurinn gegndu í eina tíð fyrir þjóðarbúskapinn allan. Verðlaun á borð við Micheletti- verðlaunin eru ekki bara viðurkenning heldur er einnig um að ræða kynningu á bæði Siglufirði og Síldarminjasafninu, kynningu sem seint verður metin að fullu til fjár. Um 40 þúsund eru í Evrópu og voru 40 söfn tilnefnd til verðlaunanna og er sum hver þeirra meðal þekktustu safna Evrópu. Sé litið á árangurinn í þessu samhengi verður hann ennþá glæsilegri. Bæjaryfirvöld munu eftir því sem efni leyfa reyna að koma til móts við þarfir félagsins við frekari uppbyggingu safnsins í framtíðinni. Bæjarráð ítrekar hamingjuóskir sínar og hvetja FÁUM til dáða og að haldið verið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til þessa.
Lesa meira