14.05.2004
Bæjarráð Siglufjarðar og bæjarstjórn hafa samþykkt að bóða út gatnaframkvæmdir við Háveg nyrst og Hvanneyrarbraut frá sjúkrahúsi. Samþykkt þessa efnis var gerð á fundi bæjarráðs í gær.
Lesa meira
13.05.2004
Framkvæmdir eru nú að hefjast í miðbænum, á torgi og á svæðinu neðan kirkju. Páll Samúelsson, sem er Siglfirðingum að góðu kunnur, hefur fengið framkvæmdaleyfi til þess að byggja tröppur og hanna svæðið neðan kirkju og hefur hann fengið BÁS ehf. til þess að framkvæma verkið fyrir sig. Páll ákvað að ráðast í framkvæmdina til minningar um foreldra sína er bjuggu hér á Siglufirði. Framkvæmdin er því samvinnuverkefni bæjarins og Páls en hann mun bera kostnað af þessu verki. Leyfi til framkvæmda var gefið af tækni – og umhverfisnefnd. Teikningar af hönnuninni má sjá á bæjarskrifstofu en um mjög athyglisvert verkefni er að ræða. Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig hugmyndin er í grófum dráttum.Jafnframt eru að hefjast framkvæmdir við torgið en ákveðið hefur verið að taka upp þær hellur sem fyrir eru og breyta hönnun lítillega þannig að lagðar verða hellur í kross yfir torgið ásamt því að umhverfið verður snyrt til. Arnar H. Jónsson mun stýra þessu verkefni en áætlað er að því ljúki í júní.
Lesa meira
12.05.2004
Dagskrá Þjóðlagahátíðar liggur nú fyrir og hefur verið sett inná tengilinn "Sumarið 2004". Dagskráin er eftirfarandi:Miðvikudagur 7. júlí 2004 Siglufjarðarkirkja kl. 20.00SetningartónleikarTónlist við EddukvæðiMiðaldaflokkurinn Sequentia Benjamin Bagby, FrakklandElizabeth Gaver, NoregiAgnethe Christensen, SvíþjóðNorbert Rodenkirchen, ÞýskalandLena Susanne Norin, SvíþjóðMiðvikudagur 7. júlí 2004Bátahúsið 21.30 2004Skosk þjóðlögRobyn Kirk sópran, SkotlandNicky Spence tenór, SkotlandFimmtudag 8. júlí 2004Siglufjarðarkirkja kl. 20.00Þjóðlagaútsetningar eftir Gunnar Reyni Sveinsson og lagaflokkur frumfluttur eftir Gunnstein Ólafsson.Marta G. Halldórsdóttir, sópranÖrn Magnússon, píanóFimmtudagur 8. júlí 2004Grána kl. 21.30Fornir söngvar frá Orkneyjum.Agnethe Christensen, SvíþjóðFöstudagur 9. júlí 2004Siglufjarðarkirkja kl. 20.00 Síldin syngur - Tónlist frá síldarárunumFlís-tríóið ásamt félögumFöstudagur 9. júlí 2004Grána kl. 21.30Tónlist frá tímum EddukvæðaMiðaldadúóið EskMiriam Andersén, SvíþjóðPoul Høxbro, DanmörkuLaugardagur 10. júlí 2004Grána kl. 14.00Nýtt verk eftir Daníel Bjarnason fyrir hljómsveit og bræðsluverksmiðju.Kammersveitin ÍsafoldStjórnandi: Daníel BjarnasonRoaldsbrakki kl. 15.00Síldarsöltun Kaffi Torg kl. 17.00Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn Pétur Eggerz leikari Stefán Örn Arnarson sellóKaffi Torg kl. 20.30Uppskeruhátíð ÞjóðlaghátíðarSkemmtidagskrá og dansleikur með þjóðlagatríóinu Zar frá Danmörku.Sunnudagur 11. júlí 2004Siglufjarðarkirkja kl. 14.00HátíðartónleikarHátíðarhljómsveit Þjóðlagahátíðar skipuð ungum hljóðfæraleikurum.Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritónStjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson Námskeið 8. - 9. júlí 20049.00-12.00 og 14.00-17.00Grísk tónlist af þjóðlegum toga. 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00. Nemendur koma með eigið hljóðfæri og leika gamla og nýja gríska tónlist.Námskeiðið er einkum ætlað lengra komnum tónlistarnemumKennari: Georgios Sfiridis, GrikklandRímnakveðskapur. 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Kennd verða rímnalög úr sjóði Kvæðamannafélagsins Iðunnar.Kennari: Steindór Andersen, kvæðamaðurSöngnámskeið. 8. - 9. júlí, 10.00-12.00.Kennd verður túlkun á tónlist frá miðöldum. Farið verður í hinn forna messusöng Þorlákstíðir og sænskar ballöður. Námskeiðið er öllum opið en söngnemar eru einkum hvattir til að taka þátt.Kennari: Miriam Andersén, söngkonaSkoskir þjóðdansar 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Kennarar: Robyn Kirk og Nicky Spence, SkotlandNýjungar í tónmenntakennslu 8. - 9. júlí, 9.00-12.00.Kennari: Kristín Valsdóttir tónmenntakennariBarnagælur og þulur 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Kenndar verða barnagælur úr sjóði Ásu Ketilsdóttur.Kennarar: Sigríður Pálmadóttir KHÍ og Ása Ketilsdóttir kvæðakonaÞæfing 8. - 9. júlí, 9.00-12.00Kennari: Stefanía Stefánsdóttir, textílkennariTextíll og roð. 8. - 9. júlí, 14.00-17.00.Stutt námskeið þar sem kynnt verður hvernig hægt er að vinna með mismunandi litað roð og mismunandi tegundir roða. Unninn verður einn lítill gripur þar sem nemendur fá þjálfun í að skera út munstur í roð sem lagt er yfir annað roð. Efra roðið er límt niður á það neðra. Á þennan hátt er hægt að byggja upp sérkennileg litamunstur og búa til litríka og fallega hluti. Ekki þarf að hafa með sér nein áhöld.Efnisgjald er 900kr.Silfursmíði 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.Kennari: Dóra G. Jónsdóttir, gullsmiðurÚtivistarnámskeið 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.Barna- og unglinganámskeiðLeiklistarnámskeið fyrir 9-16 ára, 8. - 10. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.Stomp-námskeið fyrir unglinga, 8. - 9. júlí, 9.00-12.00 og 14.00-17.00.FyrirlestrarFimmtudagur kl. 13.-13.45Safnaðarheimili SiglufjarðarkirkjuHeimir Pálsson: Um flutning Sequentia Á Eddukvæðum.Föstudagur kl. 13.-13.45Safnaðarheimili SiglufjarðarkirkjuPoul Høxbro og Miriam Andersén: Hljóðfæratónlist frá miðöldum.Laugardagur kl. 10.00-12.30Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju10.00 Georgios Sfiridis: Ný verk byggð á gömlum grískum grunni10.45 Sigríður Pálmadóttir: Barnagælur Ásu Ketilsdóttur11.30 Robyn Kirk og Nicky Spence: Skoskir dansar
Lesa meira
04.05.2004
Hér til hliðar má nú sjá dagskrá sumarsins á Siglufirði, m.a. dagskrá vegna 100 ára afmælis síldarævintýris Íslendinga.
Lesa meira
16.04.2004
Unglingameistaramót Íslands 2004 var sett í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi. Alls mættu ríflega 250 manns á setningarathöfnina sem tókst í alla staði vel. Haukur Ómarsson mótstjóri setti mótið, því næst flutti Páll Grétarson ávarp fyrir hönd Skíðasambands Íslands. Guðný Pálsdóttir flutti kveðjur frá Bæjarstjórn Siglufjarðar. Eva Sigurðardóttir lék á píanó og að því loknu lék hljómsveitin Tóti og páskaungarnir þrjú lög. Lokaorðið átti svo Sigurður Ægisson sóknarprestur. Í dag, föstudag hefst keppni í svigi 15-16 ára kl: 10:15 og að því loknu verður keppt í stórsvigi 13-14 ára. Keppni í göngu hefst svo kl: 13:00. Siglfirðingar eru hvattir til að koma í Skarðið og fylgjast með spennandi keppni.
Lesa meira
01.04.2004
Keppni á Skíðamóti Íslands, og FIS mótröð SKÍ er hafin í Skarðsdal á Siglufirði. Aðstæður eru eins og best verður á kosið, nægur snjór, frábært skíðafæri og veðrið leikur við keppendur og aðra skíðagesti. Í dag, 1. apríl, verður keppt í svigi karla og kvenna. Fyrri ferð karla hefst kl. 9.00 og fyrri ferð kvenna hefst kl. 10.00. Gera má ráð fyrir að svigkeppninni verði lokið kl. 14.00 í dag. Á morgun, fimmtudaginn 2. apríl er aftur keppt í svigi karla og kvenna. Mótinu lýkur á laugardaginn með stórsvigi karla og kvenna. Frá Skíðafélagi Siglufjarðar eru tveir þátttakendur; þær Salóme Rut Kjartansdóttir og Sjöfn Ylfa Egilsdóttir. Skíðafólk er hvatt til að mæta í fjallið og hvetja skíðakappana til dáða.
Lesa meira
14.03.2004
Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþingis að beita sér fyrir því að áætlunarflug verði ekki lagt af til Sauðárkróks, líkt og Íslandsflug áformar.Frá Sauðárkróki hafa verið rútuferðir til Siglufjarðar í tengslum við flugið. Í ályktun Vöku segir að með áætlunarfluginu og rútuferðunum hafi tekist að halda uppi almenningssamgöngum við Siglufjörð."Margir félagsmenn í Vöku nýta sér þessa þjónustu og er þá rétt að nefna sérstaklega eldra fólk, sem er mjög margt í félaginu. Falli þessi þjónusta niður þá er Siglufjörður nær samgöngulaus við umheiminn, nema á einkabíl. Þetta myndi færa okkur áratugi aftur í tímann og valda bæjarbúum miklum óþægindum. Við teljum það algjöra nauðsyn að okkur verði tryggðar þessar flugsamgöngur þar til að við höfum möguleika á öðrum leiðum, með Héðinsfjarðargöngum og flugsamgöngum í gegnum Akureyri," segir í ályktun Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði.Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu sveitarstjórnarmenn á Siglufirði og í Skagafirði eiga fund með samgönguráðherra á næstu dögum þar sem flugið til Sauðárkróks verður til umræðu.
Lesa meira
03.03.2004
Snjóflóðavarnargarðarnir Stóriboli og Litliboli sunnan við Siglufjörð hafa enn sannað gildi sitt en nú liggur fyrir að snjóflóð sem féllu í þekktum snjóflóðafarvegum á Siglufirði um miðjan janúarmánuð voru stærri og féllu lengra en menn höfðu talið en mikill snjór var þarna á þessum tíma allt fram í byrjun febrúar. Örlygur Kristfinnsson hjá Veðurstofunni á Siglufirði segir að í snjóflóðahrinu vestanlands og norðan sem fylgdi óveðri sem gekk yfir landið dagana 13. til 18. janúar hafi tvö stór snjóflóð fallið í Ytra-Strengsgili og Jörundarskál og meðfram leiðigörðunum Stórabola og Litlabola sunnan Siglufjarðar. Örlygur segir að varnargarðarnir sunnan bæjarins hafi þarna sannað varnarmátt sinn með því að bægja flóðunum frá byggðinni. Flóðin hafi uppgötvast 18. janúar þegar óveðrinu létti og menn telji nú nokkuð víst að þau hafi fallið 14. janúar en þann dag hafi reyndar nokkur hús verið rýmd á Siglufirði. Féllu 100 metra niður fyrir endann á Stórabola"Núna síðustu daga eftir þíðuna sem hefur staðið frá 10. febrúar hefur komið í ljós að þessi snjóflóð hafa verið stærri og fallið lengra en greina mátti í fyrstu. Þannig hefur flóðið úr Strengsgilinu fallið um 100 metra niður fyrir endann á varnargarðinum Stórabola og brotið á leið sinni grindverk við frárennslisræsi lítillar tjarnar þar í farveginum. Þá er talið líklegt að snjóflóðin tvö hafi náð saman og skarast þar sem gamli fjarðarvegurinn liggi á þessum stað," segir Örlygur.Hann segir garðana hafa verið reista til þess að verja stóran hluta af suðurhluta Siglufjarðar þar sem oft hafi þurft að rýma hús áður. Þær rýmingar séu hins vegar eiginlega alveg úr sögunni með tilkomu varnargarðanna. "Þess má geta að Stóriboli hefur áður sannað gildi sitt eða árið 1999 þegar hann leiddi stórt snjóflóð frá byggðinni. Þannig að það er tvímælalaust mikið gagn af þessum varnargörðum," segir Örlygur að lokum. Frétt af mbl.is
Lesa meira
02.03.2004
Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra veitti Háskólanum á Hólum Hvatningarverðlaunin 2003. Guðmundur Skarphéðinsson formaður Atvinnuþróunarfélagsins afhenti Skúla Skúlasyni rektor verðlaunin, á Hólum föstudaginn 27. febrúar. Verðalaunagripurinn var að þessu sinni listaverk skorið í tré, eftir Erlend Magnússon listamann, ásamt verðlaunaskjali. Háskólinn á Hólum þykir sérlega vel að verðlaununum kominn en, á heimasíðu skólans er eitt af markmiðum skólans eftirfarandi:“....að efla starfsemi sína á sviði byggðamála í víðum skilningi, með þeim hætti að tengja í ríkara mæli núverandi nám og rannsóknir þessum mikilvæga málaflokki og stefna að því að þjálfa og mennta fólk til að verða frumkvöðlar í nýsköpun og uppbyggingu atvinnu og menningarstarfsemi á landsbyggðinni”. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra veitir árlega einu fyrirtæki eða stofnun, sem telst hafa skarað framúr hvatningarverðlaun. Markmiðið með þeim er eins og nafnið bendir til að hvetja til nýsköpunar en um leið að vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra.Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en áður hafa fengið verðlaunin:Síldarminjasafnið á Siglufirði fékk verðlaunin í fyrra fyrir að vera veglegur minnisvarði um merkilegan þátt í atvinnulífi Siglufjarðar og raunar landsins alls.Hestamiðstöðin á Gauksmýri í Húnaþingi vestra fékk verðlaunin fyrir árið 2001 fyrir þann kjark og áræði að byggja upp afþreyingu sem tekið er eftir um allt land.Vesturfarasetrið á Hofsósi fékk hvatningarverðlaunin fyrir árið 2000 enda eitt merkasta fyrirtæki sem starfrækt er á landinu.Kántrýbær á Skagaströnd fékk hvatningarverðlaunin fyrir árið 1999 og var það í fyrsta sinn sem þau voru veitt.
Lesa meira
24.02.2004
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra ákvað á fundi sínum 23. janúar 2004 að veita Háskólanum á Hólum hvatningarverðlaun ársins 2003. Félagið veitir verðlaunin árlega til fyrirtækja eða stofnana sem skarað hafa fram úr í starfsemi sinni. Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn. Háskólinn á Hólum þykir sérlega vel að verðlaunum kominn og er þeim óskað áframhaldandi velgengni í uppbyggingu skólans. Afhending verðlaunanna fer fram á Hólum þann 27. febrúar kl. 11:30. Verðlaunagripurinn er listaverk eftir Erlend Magnússon listamann, ásamt verðlaunaskjali. Nánari upplýsingar gefur Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra.
Lesa meira