17.11.2016
Í gær var dagur íslenskrar tungu og fæðingardagur skáldsins Jónasar Hallgrímssonar, en hann var fæddur árið 1807.
Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrufræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi í náttúruvísundum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Jónas hafði mikinn áhuga á móðurmálinu og var ötull við nýyrðasmíði til að forðast tökuorð. Jónas þýddi meðal annarra bók um stjörnufræði og í henni er finna mikinn fjölda nýyrða svo sem eins og orðanna reikistjarna og sporbaugur.
Margir skólar og stofnanir víðsvegar um landið halda dag íslenskrar tungu hátíðlegan ár hvert og er Fjallabyggð þar á meðal. Fáni var meðal annars dregin að húni við leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Ljóðalestur, bókalestur og fleira var æft í tilefni dagsins. Það sem gerði daginn ennþá skemmtilegri var hinn fyrsti nýfallni snjór vetrarins.
Lesa meira
17.11.2016
Kynning á starfsemi Alzheimersamtakanna, fræðsla um heilabilunarsjúkdóma, spurningar og spjall.
Lesa meira
15.11.2016
Norðurlandsmótið í Boccia var haldið síðastliðinn laugardag í Íþróttahöllinni á Húsavík og mættu 24 keppendur, eldriborgara og fatlaðra frá Snerpu á Siglufirði.
Lesa meira
14.11.2016
Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Námuvegi 11 (Olís portið) Ólafsfirði mánudaginn 21. nóvember kl:13:00-15:00
Áhaldahúsinu Siglufirði mánudaginn 21. nóvember kl:16:00-18:00
Lesa meira
12.11.2016
Lið Fjallabyggðar gjörsigraði Seltjarnarnes í Útsvari.
Þau Halldór Þormar, Guðrún og Jón Árni mættu til leiks í Útsvar í fyrsta sinn þennan veturinn föstudagskvöldið þann 11. nóvember og voru andstæðingarnir lið Seltjarnarnes, skipað þeim Karli Pétri Jónssyni, Sögu Ómarsdóttur og Stefáni Eiríkssyni.
Lesa meira
10.11.2016
Haukur Orri Kristjánsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut í MTR hefur tekið sæti í nýstofnuðu ungmennaráði Menntamálastofnunar. Í ungmennaráði stofnunarinnar situr fólk á aldrinum 14-18 ára í samræmi við þann vilja hennar að taka tillit til skoðana ungs fólks og gera það að þátttakendum í ákvörðunum stofnunarinnar.
Haukur Orri er fulltrúi UMFÍ í ungmennráðinu ásamt Ástþóri Jóni Tryggvasyni frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu. Þar sitja einnig fulltrúar frá Barnaheillum, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanni barna og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sjá nánar um ungmennaráð Menntamálastofnunar hér: https://www.mms.is/frettir/stofnun-ungmennarads-menntamalastofnunar
Lesa meira
08.11.2016
Umhverfis- og tæknideild Fjallabyggðar fyrir hönd fræðslu- frístunda- og menningarmáladeildar Fjallabyggðar óskar eftir tilboðum í reglulega ræstingu og sumarhreingerningu í Leikskóla Fjallabyggðar samkvæmt útboðslýsingu.
Lesa meira
04.11.2016
Í gær, fimmtudaginn 3. nóvember, var formlega tekin í notkun viðbygging við leikskólann Leikskála á Siglufirði.
Lesa meira
31.10.2016
Nú er hafin tíunda þáttaröðin af spurningaþættinum Útsvari. Keppnin þetta árið hófst af krafti þegar Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð mættust í fyrstu viðureign vetrarins í september sl. Þau mættust í undanúrslitum í vor þar sem Fljótsdalshérað sigraði en í þetta sinn hafði Fjarðabyggð betur.
Lesa meira