Fréttir

Þrettándagleði og brenna

Árleg þrettándagleði í Fjallabyggð verður í dag kl. 18:00. Dagskráin hefst með blysför frá Ráðhústorginu á Siglufirði.
Lesa meira

Innritun á Vorönn 2017

Innritun fyrir nýja nemendur í Tónlistarskólann á Tröllaskaga, fer fram dagana 3.—20. janúar, alla virka daga frá kl. 09.00. – 15.00.
Lesa meira

Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.
Lesa meira

Kveðja við áramót

Fjallabyggð óskar Siglfirðingum og Ólafsfirðingum nær og fjær svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á nýliðnu ári.
Lesa meira

Elsa Guðrún íþróttamaður Fjallabyggðar 2016

Elsa Guðrún Jónsdóttir var í gærkveldi þann 29. desember kjörin skíðamaður ársins og Íþróttamaður Fjallabyggðar 2016. Auk hennar var efnilegasta og besta íþróttafólkið í hverri grein verðlaunað.
Lesa meira

Útsvar - 16 liða keppni

Lið Fjallabyggðar sigraði með glæsibrag lið Seltjarnarnes í nóvember sl. með 35 stiga mun og er nú komið að annarri umferð. Föstudaginn 6. janúar n.k. mun okkar glæsilega fólk keppa við lið Hafnarfjarðar.
Lesa meira

Aukalosun á grænu tunnunni

Vakin er athygli á því að aukalosnun verður á grænu sorptunnunni á milli jóla og nýárs
Lesa meira

Sólin stóð kyrr klukkan 10:44 í dag

Vetrarsólstöður voru á norðurhveli jarðar í dag kl. 10:44.
Lesa meira

Reitabókin kynnt í Alþýðuhúsinu

Föstudaginn 16. desember sl. var Reitabókin kynnt í Alþýðuhúsinu við mikla ánægju viðstaddra.
Lesa meira

Skólaakstur - tímabundin breyting

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast á næstu dögum og frá og með 21. desember verða umtalsvert færri ferðir farnar á milli byggðarkjarna.
Lesa meira