Fréttir

143. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

143. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 8. mars 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Danssýningin FUBAR í Tjarnarborg

Danssýningin FUBAR eftir Siggu Soffíu tónlist eftir Jónas Sen heldur áfram för sinni um landið og nú er komið að Fjallabyggð. Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært okkur stór verk á borð við flugeldasýningarnar á Menningarnótt, opnunarsviðsverk 29´Listahátíðar í Reykjavík Svartar Fjaðrir í Þjóðleikhúsinu og verkið “Og himinninn kristallast” fyrir Íslenska dansflokkinn. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá neinum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í Ísensku menningarlífi í mörg ár.
Lesa meira

Fjörugur Öskudagur

Það var heldur betur líf og fjör í Fjallabyggð í gær þegar börn og ungmenni klæddu sig upp í hina ýmsu búninga í tilefni af Öskudeginum. Samkvæmt hefð gengu börnin í verslanir og fyrirtæki og sungu fyrir starfsfólk í von um að fá góðgæti fyrir.
Lesa meira

Vetrarleikar UÍF 2017

Árlegir Vetrarleikar UÍF hófust þann 24. febrúar sl. og standa þeir til 7. mars nk. Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Fjallasalir safnahús opnar í Pálshúsi á Ólafsfirði

Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði var fyrst opnað þann 6. júní 1993. Aðaluppistaða safnsins eru fuglar og að auki eru nokkur önnur uppstoppuð dýr eins og geithafur, hvítabjörn, refir og krabbar í eigu safnsins. Safnið var staðsett á efstu hæð í húsi Arion Banka í Ólafsfirði en unnið hefur verið að endurbótum Pálshúss í Ólafsfirði sem mun hýsa Náttúrugripasafnið.
Lesa meira

Skafl 2017

Skafl er tilraunaverkefni sem fram fer í fyrsta sinn helgina 3. - 5. mars. Þar koma saman nokkrir kraftmiklir lista- og leikmenn sem hafa sérstakan áhuga á snjó og hafa jafnvel unnið með hann í verkum sínum. Eins og gefur að skilja eru snjóskaflar alla jafna orðnir ansi háir við umferðagötur á Siglufirði í mars, og er meiningin að kanna möguleika skaflanna sem uppsprettu listaverka.
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð - Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð verður haldin í Íþróttamiðstöðinni, Ólafsfirði kl. 14:00-15:00 í dag. Kötturinn sleginn úr tunnunni Leikjabraut fyrir yngstu börnin Foreldrafélag Leifturs
Lesa meira

5 umsóknir um nýtt starf deildarstjóra

Á fundi bæjarráðs í dag þann 28. febrúar voru lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Umsóknarfrestur rann út 27. febrúar sl. og bárust 5 umsóknir um starfið.
Lesa meira

Blak spilað í Fjallabyggð um helgina

Alls voru 136 blakleikir spilaðir í Fjallabyggð um helgina þegar Sigló Hótel - Benecta mótið 2017 var haldið. Samtals spiluðu 53 lið 136 blakleiki en mótinu lauk síðdegis í gær laugardag með verðlaunaafhendingu í Bátahúsinu.
Lesa meira

Frábær árangur Fjallabyggðar - Allir lesa

Úrslitin í Allir lesa 2017 ljós. Þátttakendur lásu í samtals 43.567 klukkustundir, eða sem samsvarar um fimm árum! Liðakeppnin var æsispennandi að vanda og hafa fjölbreytt lið víðsvegar að af landinu raðað sér í efstu sætin. Í Fjallabyggð var meðallestur á þátttakenda heilar 49,4 klukkustundir, eða sem nemur rúmum tveimur sólarhringum á mann. Varð þessi frábæri árangur til þess að Fjallabyggð hafnaði í 2. sæti á eftir Strandabyggð.
Lesa meira