Fréttir

Vinnuskóli Fjallabyggðar 2017

Þeir nemendur sem hafa skráð sig til vinnu í Vinnuskóla Fjallabyggðar fá eftirfarandi vinnu:
Lesa meira

Ljósmyndasýning í Saga-Fotografia á Siglufirði - opnun 17. júní

Þann 17. júní verður opnuð sýning með ljósmyndum Björns Valdimarssonar í Saga-Fotografia ljósmyndasögusafninu á Siglufirði. Sýndar verða myndir úr þrem seríum sem Björn hefur unnið að síðustu árin. FÓLKIÐ Á SIGLÓ, sem byggir á myndum af fólki sem tengist Siglufirði. LÍFIÐ Á SAUÐANESI er með myndum frá bænum Sauðanesi við Siglufjörð. Auk hefðbundinna bústarfa eru hjónin þar meðal annars með vitaeftirlit, veðurathuganir og hestaleigu. Þriðja myndaröðin nefnist MINNISVARÐAR og er hún með myndum af eyðibýlum, öðrum mannvirkjum og gömlum farartækjum í landslaginu á Norðulandi sem flest eiga það sameiginlegt að vera að eyðast og smám saman að verða hluti af náttúrunni. Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins kl. 13:00 til 16:00 nú í sumar. Hægt er að semja um aðra skoðunartíma fyrir hópa.
Lesa meira

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016 er nú aðgengilegur.
Lesa meira

Flokkun sorps í Fjallabyggð - alltaf má gera betur

Það er allra hagur að íbúar vandi flokkun heimilssorps í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar eru minntir á og hvattir til að vanda flokkun á sorpi betur en töluvert hefur borið á rangri flokkun og þá helst varðandi flokkun lífræns úrgangs sem fara á í brúnu tunnuna.
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur - Tímabundin breyting á áætlun

Nú líður að lokum skólastarfs í Fjallabyggð og þ.a.l. breytist áætlun skólabílsins. Frístundaakstur í tengslum við íþrótta- og knattspyrnuskóla KF hefst 12. júní en fram að þeim tíma verður akstur á milli byggðarkjarnanna sem hér segir:
Lesa meira

Ný heimasíða Port of Siglufjörður

Ný heimasíða hefur verið sett í loftið fyrir Siglufjarðarhöfn. Heimasíðan er kóðuð sem þýðir að hún aðlagast mismunandi skjástærðum.
Lesa meira

Eitt tilboð barst í endurnýjun á Leikskálalóð

Fjallabyggð hefur opnað tilboð í 1. áfanga endurnýjunar á leikskólalóðinni á Leikskálum á Siglufirði. Eitt tilboð barst sem var aðeins yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Sölva Sölvasyni ehf. sem hljóðaði upp á 10.864.900 kr, en kostnaðaráætlun var 10.286.000 kr.
Lesa meira

Ný hleðslustöð við Ráðhús Fjallabyggðar

Orkusalan færði Fjallabyggð, sem og öllum sveitarfélögum á landinu, hleðslustöð fyrir rafbíla í lok árs 2016 þegar Orkusalan fór af stað með verkefnið Rafbraut um Ísland. Alls voru afhentar um 80 stöðvar. Með þessu er ætlunin að byggja upp net hleðslu­stöðva um land allt. Það skipt­ir miklu máli að mögu­legt sé að kom­ast í raf­hleðslu­stöðvar sem víðast, því það eyk­ur notk­un­ar­mögu­leika þeirra sem kjósa að aka um á raf- og tvinn­bíl­um. Það hefur hingað til verið erfitt vegna fárra hleðslu­stöðva umhverfis landið.
Lesa meira

Skólaslit Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Skólaslit Tónlistarskólans verða á föstudaginn 26. maí og er kl. 16.30 í Dalvíkurkirkju og kl. 17.30 í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Í Fjallabyggð höldum við í þá hefð að foreldrar komi með brauð og kökur og tónlistarskólinn sér um drykkjarföng.
Lesa meira

Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lesa meira