Fréttir

Seinni hunda- og kattahreinsunardagurinn!

Seinni hunda- og kattahreinsunardagurinn! Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: Námuvegi 11 (Olís portið) Ólafsfirði fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13-15 Áhaldahúsinu Siglufirði fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16-18
Lesa meira

Samstarf í þágu útflutningshagsmuna

Samstarf í þágu útflutningshagsmuna - Utanríkisráðherra og fulltrúar Íslandsstofu ræða samstarf og þjónustu við íslenskar útflutningsgreinar á Norðurlandi Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa bjóða til samtalsfundar í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 13. nóvember nk. Þar munu Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, ræða samstarf og þjónustu við íslenska útflytjendur. Fundurinn fylgir m.a. eftir vinnustofu sem haldin var fyrr á árinu í tengslum við mótun framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning.
Lesa meira

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14. Sambærilegar athafnir verða haldnar víða um land á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hliðstæð athöfn fer fram víða um heim undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.
Lesa meira

Sýning í Kompunni - Hvílist mjúklega

Laugardaginn 9. nóvember kl. 15.00 opnar Ragnhildur Jóhanns sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Hvílist mjúklega. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 til 24. nóvember.
Lesa meira

Breyting á tímatöflu skólarútu 6.-8. nóvember

Örlitlar breytingar verða á akstri skólarútu dagana 6.-8. nóvember vegna skipulagsdags og vetrarfrís grunnskólans. Á miðvikudag og fimmtudag falla út ferðir kl. 13:45 frá Siglufirði og kl. 14:20 frá Ólafsfirði og á föstudag falla út ferðir kl. 14:45 frá Siglufirði og kl. 15:25 frá Ólafsfirði.
Lesa meira

Hundahreinsun í Fjallabyggð - seinni dagur

Seinni hundahreinsunardagurinn! Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira

Sýningaropnun - Seiðandi dans í Kaktus Akureyri

Á morgun föstudaginn 1. nóvember opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna Seiðandi dans í Kaktus. Opnunin hefst klukkan 20:00 með súpu og léttum veitingum. Að vanda eru allir hjartalega velkomnir að njóta lista og ljúfra stunda.
Lesa meira

Viðtalstími bæjarfulltrúa Fjallabyggðar á Siglufirði 28. október kl. 16:30

Næsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður í dag mánudaginn 28. október að Gránugötu 24, Siglufirði kl. 16:30-17:30. Til viðtals verða bæjarfulltrúarnir Ingibjörg S. Jónsdóttir, Særún Hlín Laufeyjardóttir og Tómas Atli Einarsson
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna styrkumsókna framlengdur til miðnættis 27. október 2019

Umsækjendur athugið! Vegna tæknilegra vandamála með að vista umsóknir í umsóknarferli hefur Fjallabyggð ákveðið að framlengja umsóknarfrest vegna styrkumsókna sem vera átti fimmtudag 24. október. Nýr umsóknarfrestur er á miðnætti sunnudaginn 27. október nk.
Lesa meira

Viðtalstímar Markaðsstofu Norðurlands

Í október og nóvember verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, eins og DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða almennt um það sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna. Hægt verður að panta 20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra.
Lesa meira