20.12.2019
Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar hefst 2. janúar 2020. Hægt verður að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Sala klippikorta mun þó einungis fara fram á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði.
Lesa meira
20.12.2019
Í óveðri liðinnar viku gegndu Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði og Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði lykilhlutverki í viðbragðsaðgerðum. Liðsmenn sveitanna stóðu vaktina dag og nótt. Þarna eru okkar sérfræðingar sem hafa kunnáttu til að takast á við erfiðar aðstæður og eru vel tækjum búnir.
Lesa meira
20.12.2019
Vakin er athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali á að losa brúnu tunnuna í dag í Ólafsfirði. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnun Íslenska Gámafélagsins losun.
Lesa meira
19.12.2019
Viðgerð á Dalvíkurlínu (línu Landsnets) og Ólafsfjarðarlínu lauk í gærkvöldi. Búið er að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð við landskerfið.
Lesa meira
17.12.2019
Val á íþróttamanni ársins 2019 í Fjallabyggð fer fram laugardaginn 28. desember kl: 16:00 í Tjarnarborg.
Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.
Lesa meira
17.12.2019
Fjallabyggð vill þakka viðbragðsaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem tryggðu öryggi íbúa og önnuðust björgunaraðgerðir í liðinni viku fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf. Það starf sem þeir hafa innt af hendi er ómetanlegt fyrir íbúa Fjallabyggðar og verður seint fullþakkað.
Til að draga megi lærdóm af því ástandi sem skapaðist í sveitarfélaginu ákvað bæjarráð á fundi sínum þann 13. desember að óska eftir greinargerðum frá viðbragðsaðilum, Rauða krossinum, HSN og stofnunum Fjallabyggðar.
Lesa meira
17.12.2019
Námskeiðið fer fram dagana 25. og 26. janúar nk. á annarri hæð Ráðhúss Fjallabyggðar, Gránugötu 24.
Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE.
Lesa meira
17.12.2019
Samkvæmt tilkynningu frá RARIK er staðan á rafmagni fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð þannig að fara þarf sparlega með rafmagn í sveitarfélaginu. Misvísandi upplýsingar voru gefnar fyrir birtingu fyrri fréttar um að ekki væri lengur þörf á að fara sparlega með rafmagn.
Lesa meira
14.12.2019
Samkvæmt yfirliti frá RARIK er staðan á rafmagni fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð þannig;
,,Ólafsfjörður – Ekki öruggt
Bærinn og sveitin (nema eitt sumarhús) eru með rafmagn frá Skeiðfossvirkjun.
Siglufjörður: - Ekki öruggt
Komið er rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun allir forgangsorkunotendur með rafmagn."
Meðan rafmagnið er sagt vera ,,Ekki öruggt" er eðlilegt að halda álagi í lágmarki - sleppa a.m.k. jólalýsingu og annarri óþarfa notkun.
Lesa meira
13.12.2019
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu í heimsókn í dag í Fjallabyggð og skoðuðu aðstæður í Ólafsfirði. Bæjarfulltrúar og staðgengill bæjarstjóra fóru yfir atburðarás síðustu daga og upplýstu ráðherrana um stöðina. Bæjarfulltrúar lögðu áherslu á mikilvægi þess að byggja upp öruggt raforku- og fjarskiptakerfi þannig að atburðir síðustu daga endurtaki sig ekki.
Lesa meira