Ungmennaráð Fjallabyggðar

44. fundur 16. janúar 2026 kl. 10:30 - 11:30 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jason Karl Friðriksson Aðalmaður
  • Jana Katrín Merenda Aðalmaður
  • Björn Helgi Ingimarsson Aðalmaður
  • Jasmín Þóra Harrimache Aðalmaður
  • Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Sviðsstjóri

1.Ungmennaþing hugmyndir

Málsnúmer 2511043Vakta málsnúmer

Förum yfir hugmyndir að ungmennaþingi og því sem er framundan á nýju ári.
Samþykkt
Ræddum ýmislegt er varðar dagskrána framundan. Gert er ráð fyrir ungmennaþingi í vor sem er með svipuðu fyrirkomulagi og var í Reykjavík í desember.
Rætt var um mál sem hægt væri að taka upp á næsta fundi og fundi sem áætlaður er með bæjarstjórn í mars. Nefndarmenn ætla að taka mál upp á nemendaráðsfundi grunnskólans er varðar m.a. félagsmiðstöðina.
Rætt var um tækjaskort til náttúrufræðikennslu í grunnskólanum og eins hugmyndir að tilfærslu 10. bekkjar í MTR. Nemendur ætla að ræða málin áfram meðal sinna félaga.
Eins var rætt um að fá gesti á fundi til fræðslu m.a. erlent samstarf.

2.Kynning frá fulltrúum ungmennaráðs

Málsnúmer 2601043Vakta málsnúmer

Erindi til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fulltrúar grunnskólans í ungmennaráði sögðu frá Ungmennaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík 5. desember s.l.
Margt áhugavert sem kom fram en aðaláherslan var á störf ungmennaráða og þau áhrif sem ungmenni geta haft í sínu nærsamfélagi.
Í framhaldinu var rætt um kosningu í ungmennaráð og tillaga að breytingu sem sviðsstjóra var falið að vinna áfram á samþykkt ungmennaráðs Fjallabyggðar því tengdu.

Fundi slitið - kl. 11:30.