Ungmennaþing hugmyndir

Málsnúmer 2511043

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 44. fundur - 16.01.2026

Förum yfir hugmyndir að ungmennaþingi og því sem er framundan á nýju ári.
Samþykkt
Ræddum ýmislegt er varðar dagskrána framundan. Gert er ráð fyrir ungmennaþingi í vor sem er með svipuðu fyrirkomulagi og var í Reykjavík í desember.
Rætt var um mál sem hægt væri að taka upp á næsta fundi og fundi sem áætlaður er með bæjarstjórn í mars. Nefndarmenn ætla að taka mál upp á nemendaráðsfundi grunnskólans er varðar m.a. félagsmiðstöðina.
Rætt var um tækjaskort til náttúrufræðikennslu í grunnskólanum og eins hugmyndir að tilfærslu 10. bekkjar í MTR. Nemendur ætla að ræða málin áfram meðal sinna félaga.
Eins var rætt um að fá gesti á fundi til fræðslu m.a. erlent samstarf.