Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

33. fundur 13. janúar 2026 kl. 15:30 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Anna Þórisdóttir fulltrúi ÚÍF
  • María Sölvadóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Harpa Hlín Jónsdóttir fulltrúi heilsugæslu
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri

1.Drög af aðgerðum 2026

Málsnúmer 2601024Vakta málsnúmer

Verkefni ársins.
Lagt fram til kynningar
Nefndarmenn fóru yfir ýmsar tillögur að heilsueflandi aðgerðum fyrir starfsárið 2026. Lögð verður fram aðgerðaráætlun á næstunni þar sem íbúar verða hvattir til að vera virkir í hreyfingu og huga að næringu og almennri heilsu.

2.Dagatal stýrihóps um heilsueflandi samfélag 2026

Málsnúmer 2601025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundardögum stýrihópsins á árinu 2026.
Samþykkt
Gert er ráð fyrir sex fundum á árinu en fundað oftar ef þörf þykir á.

3.Aðgerðaráætlun í lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar

Málsnúmer 2601020Vakta málsnúmer

Kynnt aðgerðaráætlun lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar.
Lagt fram til kynningar
Farið yfir aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í lýðheilsustefnu og hvers er hægt að horfa til við gerð stefnu og áætlunar Fjallabyggðar.

4.Lýðheilsustefna Kópavogs 2022-2025

Málsnúmer 2601026Vakta málsnúmer

Kynning á lýðheilsustefnu Kópavogs og framsetningu hennar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla Fjallabyggð

Málsnúmer 2601027Vakta málsnúmer

Farið yfir hvernig fylla þarf út skýrslu vegna Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Unnið verður að því að fylla út gátlista vegna heilsueflandi samfélags í áföngum og dregin verður grunnlína á þessu ári í "vellíðan með hreyfingu og útiveru" og "vellíðan með hollu mataræði".

6.Vellíðan með hollu mataræði gátlisti

Málsnúmer 2601028Vakta málsnúmer

Gátlisti
Lagt fram til kynningar
Gátlisti sem nýttur verður til viðmiðunar við vinnuna framundan.

Fundi slitið - kl. 17:00.