Stjórn Hornbrekku

32. fundur 25. mars 2022 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Stofnanasamningur milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Hornbrekku

Málsnúmer 2102044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Stofnanasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, sem byggir á kjarasamningi milli Fíh og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Stofnanasamningurinn nær til allra hjúkrunarfræðinga sem starfa á Hornbrekku og njóta ráðningarkjara samkvæmt gildandi kjarasamningi Fíh og SFV. Gildistími samningsins er frá 1. september 2020.
Stjórn Hornbrekku samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Starfsemi Hornbrekku 2022

Málsnúmer 2201037Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsemi Hornbrekku. Talsverð veikindi eru núna meðal íbúa Hornbrekku vegna Covid-19. Heimsóknartakmarkanir eru í gildi á heimilinu og grímuskylda er hjá öllum þeim sem koma í heimsókn og starfsfólki.

3.Styrkir vegna hjálpartækja

Málsnúmer 2203055Vakta málsnúmer

Sjúkratryggingar Íslands greiða nú styrki vegna tiltekinna hjálpartækja til íbúa hjúkrunarheimila sem áður hefur verið á hendi hjúkrunarheimilanna. Breytingin (breyting á reglugerð nr. 760/2021), felur m.a. í sér að einstaklingur í heimahúsi sem nýtir sér tiltekin hjálpartæki líkt og hér um ræðir heldur þeim þegar hann flytur inn á heimilið.

Fundi slitið - kl. 13:00.