Starfsemi Hornbrekku 2020

Málsnúmer 2001116

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 07.02.2020

Birna gerði grein fyrir starfi Hornbrekku undanfarið og framundan. Námskeið í Þjónandi leiðsögn hófst í janúar og lýkur í maí. Námskeið Símeyjar fyrir starfsmenn Hornbrekku gengur vel og lýkur sömuleiðis í maí.

Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 03.09.2020

Undir þessum lið fundargerðarinnar ræddi hjúkrunarforstjóri starfsmannamál Hornbrekku og stofnsamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í söfnunarátaki sem hrint var af stað fyrir Hornbrekku söfnuðu einstaklingar og félagasamtök og fyrirtæki alls kr. 1.610.760. Fyrir söfnunarféð voru fest kaup á átta Samsung spjaldtölvum, CC SAM pro loftdýnu, MOTO med æfingahjól, bingóvél og bingóspjöld. Fyrir hönd Hornbrekku þakkar hjúkrunarforstjóri sem og stjórn Hornbrekku, öllum þeim sem lögðu til við þessa söfnun, það sem keypt hefur verið mun nýtast íbúum mjög vel.

Stjórn Hornbrekku - 22. fundur - 19.11.2020

Í sumar var verið að draga ljósleiðara á efri hæð Hornbrekku, dregið var inn á hvert herbergi og þá höfðu þeir íbúar sem það vildu kost á því að fá sér tölvubeini (IP-router). Einnig voru settir upp netdreifarar (punktar) á heimilið.
Unnið hefur verið að uppsetningu nýs bjöllukerfis en COVID hefur sett strik í reikninginn varðandi það.
Annars hefur allt gengið ágætlega þrátt fyrir COVID. Það er farið að bera á þreytu hjá starfsfólki, það er auka álag vegna heimsóknartakmarkana, en við höldum þetta út.
Unnið er að skipulagi um styttingu vinnuviku og komin niðurstaða fyrir dagvinnufólk, það tekur gildi 1. janúar. Farið verður að vinna að skipulagi um styttingu vinnuviku hjá vaktarvinnufólki í næstu viku, það mun taka gildi 1. maí 2021.

Biðlistinn lengist eftir plássi í hvíld og listinn eftir varanlegu plássi á Hornbrekku er töluvert langur.

Stjórn Hornbrekku - 23. fundur - 04.12.2020

Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram vegna undirbúnings að styttingu vinnuvikunnar. Búið er að ganga frá skipulagi hjá dagvinnufólki og tekur það gildi 1. janúar 2021. Stytting vinnuviku hjá vaktavinnufólki tekur gildi 1. maí 2021.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.
Dagskrá Hornbrekku, fyrir aðventuna liggur fyrir í stórum dráttum, en getur tekið breytingum þegar nær dregur jólum.
Heimsóknartakmarkanir eru enn í gildi, einn aðstandandi hefur kost á á koma annan hvern dag. Ættingjar sem búa í nærsveitarfélögum hafa kost á að koma í heimsókn.
Hornbrekka hefur skilað lista til Landlæknis um fjölda starfsmanna vegna bólusetningar fyrir COVID.