Mat á þörf fyrir hjúkrunarrými í Hornbrekku

Málsnúmer 1911039

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15.11.2019

Ólafur H. Kárason, fulltrúi I-lista, lagði fram tillögu um að deildarstjóra félagsmáladeildar, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku verði falið að greina framtíðarþörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma í Hornbrekku. Jafnframt verði lagt mat á þörf fyrir stækkun á húsnæði Hornbrekku.
Óskað er eftir að niðurstöður verði lagðar fyrir stjórn Hornbrekku eigi síðar en í lok mars 2020.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 03.09.2020

Deildarstjóri félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóri gerðu grein fyrir framvindu verkefnis um mat á framtíðarþörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma í Hornbrekku og að mat þörf á stækkun Hornbrekku. Áfangaskýrsla verður lögð fyrir næsta fund stjórnar.