Veiðar í Hólsá

Málsnúmer 1510002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 08.10.2015

Lögð fram ábending frá íbúa að stöðva ætti veiðar í Hólsá þar sem bleikjan er byrjuð að hrygna. Nefndin telur eðlilegt að sömu reglur gildi um veiði í Hólsá eins og í öðrum ám og ekki verði veitt í ánni á meðan hrygning stendur yfir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29.09.2016

Erindi frá því 8.10.2015 tekið fyrir hjá nefndinni á ný, í október á síðasta ári var lagt bann við veiðum í Hólsá á hrygningartíma bleikju.

Nefndin áréttar bann við veiðum í Hólsá á hryggningartíma og telur rétt að settar verði veiðireglur í ánni fyrir næsta veiðitímabil.