Sjálfboðaliðar í verkefni árið 2013

Málsnúmer 1209076

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 01.11.2012

Erindi hefur borist frá Veraldarvinum þar sem þeir óska eftir samstarfi við Fjallabyggð. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Bjóðast þeir til þess að senda hópa til Fjallabyggðar á árinu 2013.

 

Umhverfisfulltrúa er falið að kanna grundvöll fyrir samstarfi við Veraldarvini.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27.11.2012

Veraldarvinir hafa leitað eftir samstarfi til þess að vinna að ákveðnum verkefnum í sjálfboðavinnu. Þó svo að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða fellur til nokkur kostnaður, bæjarráð telur því fé betur varið til vinnuskólans.
Bæjarráð óskar því ekki eftir vinnuframlagi Veraldarvina á næsta ári.