Búfjárhald

Málsnúmer 1201009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 05.01.2012

Á fundi nefndarinnar þann 9. desember 2010 var samþykkt eyðublað fyrir umsóknir um búfjárhald.   Síðastliðið haust var auglýst að sækja þyrfti um að halda búfé í Fjallabyggð samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð.

15 umsóknir bárust.

Egill Rögnvaldsson - 5 sauðfé

Rögnvaldur Þórðarsson - 5 sauðfé

Ólafur H. Marteinsson og fjölsk.  - 10 hestar

Jón Árni Konráðsson - 40 sauðfé, 25 hænur og 10 endur

Ingi V. Gunnlaugsson - 7 hestar

Haraldur Björnsson - 80 sauðfé

Helga Lúðvíksdóttir - 8 hestar

Guðni Ólafsson - 2 hestar og 15 sauðfé

Jón Valgeir Baldursson - 10 sauðfé

Daníel Páll Vikingsson - 10 sauðfé

Ásgrímur Pálmason - 7 hestar og 10 sauðfé

Baldur Aadnegard - 10 sauðfé

Óskar Finnsson og fjölsk. - 30 sauðfé

Jónas Baldursson - 15 hestar og 10 sauðfé

Gunnar Þór Magnússon - 10 hestar og 12 sauðfé

Hefur dýraeftirlitsaðili Fjallabyggðar hitt alla umsækjendur og staðfestir að aðstaða til vörslu búfjárs sé viðunandi hjá umsækjendum.

 

Nefndin samþykkir allar umsóknir að undskildum umsóknum frá Agli Rögnvaldssyni - 5 sauðfé, Rögnvaldi Þórðarsyni - 5 sauðfé og Haraldi Björnssyni - 80 sauðfé. Þar sem fjárhúsið sem hýsir sauðféð rýmir einungis 80 fjár og er búfjáreftirlitsmanni falið að leyta skýringa.

Einnig óskar nefndin eftir greinargerð frá búfjáreftirlitsmanni um hversu margar skepnur rýmist í húsum sem sótt er um leyfi til búfjárhalds í.

Nefndin áréttar að allir sem halda skepnur utan lögbýlis í Fjallabyggð þurfa að sækja um leyfi til búfjárhalds.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 19.01.2012







Haraldur Björnsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Óðinn Freyr Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Egill Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur og Rögnvaldur Þórðarsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur.  Kindurnar eru í húseign Haraldar Björnssonar að Lambafeni 1, Siglufirði.


Erindi Haraldar Björnssonar, samþykkt. Erindi Egils Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Rögnvaldar Þórðarsonar, samþykkt.