Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

123. fundur 26. október 2011 kl. 17:00 - 18:30 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Árleg aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja

Málsnúmer 1011088Vakta málsnúmer





Lögð var fram skýrsla um aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja í Fjallabyggð sem BSI á Íslandi framkvæmdi  í júní 2011.


Nefndin leggur til að þau atriði í skýrslunni sem falla undir almennt viðhald verði unnin af þjónustumiðstöð og öðrum stærri verkum verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012.

2.Bílastæði og lóðarmörk Grundargötu 3 á Siglufirði

Málsnúmer 1107036Vakta málsnúmer

Brynja Baldursdóttir sækir um að fá aðgengi fyrir bíl sinn á baklóð Grundargötu 3 og fái merkt einkastæði frá Aðalgötunni.

Nefndi samþykkir að bæta aðgengi að baklóðinni  í samráði við tæknideild en allur kostnaður við breytingarnar falli á eigendur Grundargötu 3.

 

3.Lóðaleigusamningur - Gránugata 27-29

Málsnúmer 1110064Vakta málsnúmer

Lóðaleigusamningur fyrir Gránugötu 27-29, Siglufirði lagður fram til samþykktar.

Nefndin samþykkir erindið.

4.Lyfta og lyftuhús Aðalgötu 10

Málsnúmer 1110121Vakta málsnúmer

Katrín Sif Andersen fyrir hönd Joachims ehf sækir um leyfi til uppsetningar á lyftu og lyftuhúsi á norður hlið húseignar Aðalgötu 10, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningu.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir fullnægjandi teikningum.

5.Rjúpnaveiði

Málsnúmer 1110093Vakta málsnúmer

Magnús A. Sveinsson fyrir hönd fuglaskoðunarfélagsins Arctic Aves óskar eftir að rjúpnaveiði verði bönnuð á svæðinu fyrir ofan byggðina í Ólafsfirði, frá Brimnesá að norðan að landamerkjum jarðarinnar Hlíðar að sunnan.

Nefndin samþykkir að rjúpnaveiði verði bönnuð á svæði sem afmarkast af Brimnesá í norðri, Tindaöxl í austri og landamerkjum jarðarinnar Hlíðar og Fjallabyggðar í suðri.

Undir þessu erindi vék Magnús af fundi.

6.Sólskáli - Suðurgata 58

Málsnúmer 1110057Vakta málsnúmer

Arnar Ingólfsson óskar eftir umsögn um byggingu sólskála (bislag) við suðurhlið á húseigninni á Suðurgötu 58, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningu.

Nefndin tekur vel í erindið en óskar eftir fullnægjandi teikningum ef af framkvæmd verður.

7.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd

Málsnúmer 1110117Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun sendi inn erindi þar sem óskað er eftir að tilnefningar í vatnasvæðanefnd berist stofnuninni eigi síðar en 1. desember 2011.

Nefndin vísar erindinu til bæjarráðs.

8.Undirskriftarlisti vegna tjaldsvæða á miðbæjarsvæði

Málsnúmer 1110027Vakta málsnúmer

Undirskriftarlisti hefur borist frá ferðaþjónustu aðilum á Siglufirði þar sem óskað er eftir að takmarka staðsetningu húsbíla á miðbæjarsvæðinu yfir há ferðamannatímann og er bent á að nýta megi "gamla fótboltavöllinn" fyrir húsbíla.  Einnig er bent á að ástæða sé til að fegra núverandi húsbílastæði, gera þar snotran almenningsgarð sem tengdi Síldarminjasafnið, höfnina, torgið og Aðalgötuna.

Undirrituð óska einnig eftir að bæjaryfirvöld efni til opins fundar með hagsmunaaðilum og áhugasömum bæjarbúum um þessi brýnu skipulagsmál.

Nefndin vísar í bókun 231. fundar bæjarráðs, mál 5, og óskar eftir að verki við öflun gagna verði hraðað einsog kostur er.

9.Samþykkt um kattahald

Málsnúmer 0810130Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að samþykkt um kattahald í Fjallabyggð.

Erindi frestað

Fundi slitið - kl. 18:30.