Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

109. fundur 08. mars 2011 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Efnistaka og sjóvarnargarðar á Siglunesi

Málsnúmer 0912065Vakta málsnúmer

Frá Umhverfisráðuneytinu hefur borist úrskurður dags. 25. febrúar 2011 vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 28. janúar 2010 um matskyldu sjóvarnargarðs og efnistöku á Siglunesi í Fjallabyggð, sem kærð var af Hreini Magnússyni til ráðuneytisins 1. mars 2010.  Kæruheimild er að finna í 14. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.

Úrskurðarorð Umhverfisráðuneytisins er: "Ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 28. janúar 2010 um gerð tveggja sjóvarnargarða í fjörunni á Siglunesi og grjótnám sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, er staðfest."

2.Borhola í Skarðsdal

Málsnúmer 1102089Vakta málsnúmer

Umsögn frá Skipulagsstofnun dags. 24. febrúar 2011 varðandi dæluhús og stofnlögn frá borholu í Skarðsdal liggur fyrir.  Samkvæmt henni ber Fjallabyggð að láta breyta Aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Nefndin felur tæknideild að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulaginu.

3.Frístundabyggð, Saurbæjarás

Málsnúmer 1012024Vakta málsnúmer

Fyrirspurn barst frá Ara Trausta Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir upplýsingum um að reisa sumarbústað í frístundabyggð á Saurbæjarás, Siglufirði.

Deildastjóra tæknideildar er falið að svara fyrirspurn.

4.Lóð fyrir sumarhús á Saurbæjarás

Málsnúmer 1012084Vakta málsnúmer

Umsókn hefur borist frá Einari Á. Sigurðssyni og Stefaníu G. Ámundadóttur um sumarhúsalóð nr. 3 við Skútustíg á Saurbæjarás.

Komið hefur í ljós við vinnslu málsins, að lóðarleigusamningur síðan 1951 fyrir Lyngholt á Saurbæjarás nær yfir umrædda lóð.  Lögfræðingur sveitarfélagsins er að vinna í málinu, ekki er hægt að úthluta umræddri lóð að svo stöddu.
Deildarstjóri tæknideildar veitir upplýsingar varðandi málið.

5.Ósk um leyfi til búfjárhalds í hesthúsi

Málsnúmer 1102077Vakta málsnúmer

Baldvin Ingimarsson og Símon Helgason óska eftir leyfi til að hafa 8 - 10 ær í hesthúsi Baldvins Ingimarssonar, Fákafeni 7, Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókninni á þeirri forsendu að á skipulagi er ekki gert ráð fyrir sauðfjárhaldi í hesthúsunum í Fákafeni.
Nefndin bendir á að í deiliskipulagstillögu fyrir frístundabúskap í Siglufirði er gert ráð fyrir fjárhúsum sunnan hesthúsabyggðarinnar.

6.Stoðveggir

Málsnúmer 1012036Vakta málsnúmer

Lagðir er fram kostnaðarútreikningar varðandi uppbyggingu á stoðveggjum. 
Málinu er vísað til bæjarráðs.

7.Varðar efnistöku á Siglunesi

Málsnúmer 1103007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar athugsemdir er varðar efnistöku á Siglunesi.

8.Sólskáli

Málsnúmer 1103026Vakta málsnúmer

Þorsteinn Ásgeirsson óskar eftir leyfi til að reisa sólskála við húseign sína að Aðalgötu 35, Ólafsfirði skv. meðfylgjandi teikningu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir fullnægjandi teikningum.   

9.Fundargerð 17. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1102084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.