Efnistaka og sjóvarnargarðar á Siglunesi

Málsnúmer 0912065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 08.03.2011

Frá Umhverfisráðuneytinu hefur borist úrskurður dags. 25. febrúar 2011 vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 28. janúar 2010 um matskyldu sjóvarnargarðs og efnistöku á Siglunesi í Fjallabyggð, sem kærð var af Hreini Magnússyni til ráðuneytisins 1. mars 2010.  Kæruheimild er að finna í 14. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.

Úrskurðarorð Umhverfisráðuneytisins er: "Ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 28. janúar 2010 um gerð tveggja sjóvarnargarða í fjörunni á Siglunesi og grjótnám sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, er staðfest."