Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

107. fundur 26. janúar 2011 kl. 17:00 - 17:00 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson varamaður
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda

Málsnúmer 1101077Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að vafi kunni að leika um umboð starfandi byggingarnefnda til töku ákvarðana samkvæmt eldri samþykktum sveitarfélaga.  1. janúar sl. tóku gildi ný mannvirkjalög, nr. 160/2010.   Sveitastjórnir eru hvattar til að fara yfir umboð byggingarfulltrúa og byggingarnefnda til útgáfu byggingarleyfa og annarra ákvarðana samkvæmt mannvirkjalögum þar til staðfesting ráðherra á nýrri samþykkt liggur fyrir.

Erindi vísað til bæjarstjórnar til ákvarðanatöku.

2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1101079Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn um umsókn um rekstrarleyfi til handa Síldarminjasafni Íslands, vegna reksturs veitingastaðar í húsnæði safnsins í Bátahúsinu, Gránu og Roaldsbrakka að Snorragötu 10-18, Siglufirði.  Þar sem lokaúttekt hefur ekki farið fram á húsnæði Síldarminjasafnsins, var safninu gefið rekstarleyfi til bráðabirgða sem er runnið út.

Nefndin samþykkir erindið með þeim fyrirvara að lokaúttekt fari fram og öll leyfi liggi fyrir.

 

3.Gjaldtaka á gámasvæðum

Málsnúmer 1012066Vakta málsnúmer

Máli frestað.

4.Lóð við Suðurgötu 68

Málsnúmer 1101059Vakta málsnúmer

Haukur Óskarsson fékk leyfi sveitarstjórnar í desember 2009 að setja aðrein af Suðurgötu og bílastæði á lóð sína við Suðurgötu 68 skv. teikningu.  Nú óskar Haukur eftir að fá að taka í fóstur lóðarskika, sunnan við lóð sína sem nemur breidd afreinar og lengd lóðar skv. meðfylgjandi lóðarblaði.

Erindið samþykkt og tæknideild falið að útbúa samning við lóðarhafa.

5.Stoðveggir

Málsnúmer 1012036Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að þátttöku sveitafélagsins í stoðveggjasmíði.

Erindi samþykkt.

6.Þjónustuhurð

Málsnúmer 1101095Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Magnússon fyrir hönd Raftækjavinnustofunnar ehf. Hafnargötu 1, Ólafsfirði óskar eftir leyfi til að setja þjónustuhurð í stað glugga á vesturhlið húseignar skv. meðfylgjandi teikningu.

Erindi samþykkt.

7.Efnistaka á Siglunesi

Málsnúmer 1101063Vakta málsnúmer

Bréf barst frá Umhverfisstofnun varðandi efnistöku á Siglunesi.

Felur nefndin tæknideild að koma málinu í réttan farveg.

 

8.Breytingar á Bátastöðinni, Gránugötu

Málsnúmer 1008127Vakta málsnúmer

Hörður Júlíusson fyrir hönd Rauðku ehf óskar eftir leyfi til að gera breytingar á útliti "Bátahússins" Gránugötu 19, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt.

9.Lausaganga búfjár

Málsnúmer 1101112Vakta málsnúmer

Nefndin ræddi lausagöngu búfjár í Fjallabyggð.

10.Sauðfjárhald í hesthúsum á Siglufirði

Málsnúmer 1012067Vakta málsnúmer

Hákon J. Antonsson eigandi hesthúss við Fákafen 11, Siglufirði lýsir sig andvígan sauðfjárrækt á hesthúsasvæði og í hesthúsum almennt.

Nefndin þakkar ábendinguna en bendir á að sauðfjárhald í hesthúsi nr. 9 á Siglufriði er leyft til bráðabirgðar til vors.

11.Aðalfundur Samorku 18. febrúar 2011

Málsnúmer 1101085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Spennistöð

Málsnúmer 1101058Vakta málsnúmer

Nefndin bendir á fleiri möguleika varðandi staðsetningu fyrir spennistöð.

Tæknideild falið að vinna í málinu.

Fundi slitið - kl. 17:00.