Sauðfjárhald í hesthúsum á Siglufirði

Málsnúmer 1012067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 105. fundur - 29.12.2010

Sigurður Hlöðvesson mótmælir harðlega "leyfðu" rolluhaldi á hesthúsasvæðinu í Siglufirði. 

Málið var rætt við formann hestamannafélagsins Kristínu Úlfsdóttur og eftir miklar umræður var ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.   

Í framhaldi af fundi nefndarinnar nr. 104 er óskað eftir að búrfjáreftirlitsmaður sveitarfélagsins komi á næsta fund nefndarinnar og fari yfir stöðu mála.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 26.01.2011

Hákon J. Antonsson eigandi hesthúss við Fákafen 11, Siglufirði lýsir sig andvígan sauðfjárrækt á hesthúsasvæði og í hesthúsum almennt.

Nefndin þakkar ábendinguna en bendir á að sauðfjárhald í hesthúsi nr. 9 á Siglufriði er leyft til bráðabirgðar til vors.