Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

328. fundur 19. nóvember 2025 kl. 16:00 - 18:00 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Pálmi Blængsson verkefnastjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Davíð Sævarsson Sviðsstjóri tæknisviðs

1.Breyting á deilskipulagi vegna vetrarbraut 8-10

Málsnúmer 2411088Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Sunnu ehf. er óskað eftir leyfi sveitarfélagsins til að vinna breytingu á deiliskipulagi Þormóðseyrar.
Samþykkt
Formaður vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og heimilar Sunnu ehf. að vinna breytingar á deiliskipulagi. Nefndin tekur ekki afstöðu að svo stöddu til umfangs breytingarinnar.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Námuvegur 8 - Flokkur 1

Málsnúmer 2509021Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu
Synjað
Fyrirhuguð viðbygging samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Nefndin veitir lóðarhafa leyfi til að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2.mg 43gr skipulagslaga.

3.Hlíðarvegur 6 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2511009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hlíðarvegar 6. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Suðurgata 43 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2511008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Suðurgötu 43. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Úrgangsmagn til urðunar 2025

Málsnúmer 2504026Vakta málsnúmer

Úrgangsmagn á 3. ársfjórðungi lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Erindi kynnt.

6.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun 2026 til kynningar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir drög að fjárhagsáætlun 2026 fyrir sitt leyti.

7.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2509016Vakta málsnúmer

Lagt fram tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2026.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrám fyrir árið 2026.

Fundi slitið - kl. 18:00.