Aðgengismál fatlaðra við Siglufjarðarkirkju

Málsnúmer 2311045

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 306. fundur - 06.12.2023

Lagt fram erindi Guðrúnar Árnadóttur þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til aðgengismála fatlaðra við Siglufjarðarkirkju. Einnig er óskað eftir því að bærinn komi að gerð bílastæðis sem ætlað væri fyrir fatlaða norðan við Kirkjuna þar sem uppkeyrslurampur fyrir fatlaða er staðsettur þar.
Aðgengismál kirkjunnar eru ekki á ábyrgð sveitarfélagsins. Nefndin beinir því til málsaðila að vísa erindi sínu til sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.