Þétting byggðar - deiliskipulag

Málsnúmer 2303026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Tekið fyrir mál er varðar deiliskipulagningu íbúðalóða.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndinni er falið að útbúa forgangsröðun við deiliskipulagsvinnu svæða sem þegar hafa verið auglýst sem lausar íbúðahúsalóðir til umsóknar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29.03.2023

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 14.mars sl. þar sem skipulags- og umhverfisnefnd er falið að útbúa forgangsröðun við deiliskipulagsvinnu svæða sem þegar hafa verið auglýst sem lausar íbúðahúsalóðir til umsóknar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram vinnuskjal nefndarinnar þar sem farið er yfir forgangsröðun í deiliskipulagsvinnu með þéttingu byggðar að leiðarljósi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 24.5.2023 þar sem fjallað er um fyrsta áfanga deiliskipulags vegna þéttingar byggðar. Markmiðið er að tryggja áfram framboð íbúðarlóða í sveitarfélaginu og nýta það byggingarland sem er að finna innan þéttbýlismarka Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Í samræmi við tillögu nefndarinnar frá 29.3.2023 er lagt til að hafist verði handa við deiliskipulag suðurbæjar á Siglufirði skv. meðfylgjandi afmörkun þar sem gert er ráð fyrir 17 nýjum lóðum.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin þakkar fyrir minnisblaðið og óskar eftir að fram fari verðkönnun á fyrirliggjandi skipulagsvinnu og í framhaldinu verði málið sent áfram til afgreiðslu bæjarráðs.