Bleyta í lóðum við Hafnartún 8 og 10 Siglufirði

Málsnúmer 2005056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 04.06.2020

Með bréfi dagsettu 14. maí 2020 óska þau Haraldur Marteinsson, Kolbrúm Gunnarsdóttir, Sigurður Jóhannesson og Sóley Reynisdóttir, eftir því að sveitarfélagið taki þátt í ráðstöfunum sem grípa þarf til vegna mikillar bleytu í lóðunum við Hafnartún 8 og 10 á Siglufirði, en hluta bleytunnar má rekja til snjósöfnunar á auðri lóð við Laugarveg.
Nefndin bendir á að sveitarfélagið tekur ekki þátt í framkvæmdum innan lóðarmarka hjá íbúum og hafnar því beiðninni.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26.08.2020

Með bréfi dagsettur 13. júlí 2020 óskar Sóley Reynisdóttir fyrir hönd eigenda Hafnartúns 8 og 10 á Siglufirði eftir því að aftur verði fjallað um erindi þeirra vegna bleytu í lóðum þar sem þau telja fyrri afgreiðslu nefndarinnar byggða á misskilningi.
Nefndin leggur til að tæknideild fari yfir tilhögun og verklag í sambandi við snjómokstur með tilliti til snjósöfnunar á auðum lóðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 262. fundur - 30.11.2020

Lagt fram erindi frá eigendum Hafnartúns 8 og 10 á Siglufirði vegna bleytu í lóðum.
Nefndin vísar til fyrri bókana frá 4. júní, 26. ágúst og 1. október 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 06.01.2022

Lagt er fram erindi íbúa við Hafnartún 8 og 10 á Siglufirði dags. 28. október 2021. Í erindinu er óskað upplýsinga um stöðu athugunar tæknideildar á tilhögun og verklagi við snjómokstur með tilliti til snjósöfnunar á auðum lóðum við Laugarveg. Einnig er í erindinu bent á tvo möguleika, annars vegar að hætt verði að ryðja snjó inn á lóð ofan við hús bréfritara og hins vegar að lögð verði drenlögn neðarlega á umræddri lóð sem tæki við vatni þegar uppsafnaður snjór bráðnar. Einnig er lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar hvar fram kemur að verklagi við snjómokstur verði breytt með þeim hætti að lóðin ofan við Hafnartún 8 - 16 (Laugarvegur 29) verði ekki notuð sem snjósöfnunarstaður. Fyrirkomulagið verði tímabundið og með það markmið að ganga úr skugga um hvort bleyta í lóðum við Hafnartún 8 - 16 stafi af snjósöfnun á vegum bæjarins á lóðinni.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tímabundið breytt verklag og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgjast með bleytu á komandi vori og upplýsa ráðið um niðurstöðu eigi síðar en í júní nk..