Fjárhagsáætlun 2021 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2007005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27.11.2020

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2021.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 262. fundur - 30.11.2020

Farið yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2021.
Nefndin samþykkir framlagða áætlun.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 194. fundur - 01.12.2020

Fyrri umræða

Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024.

Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Nanna Árnadóttir.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:

1. Útsvarsprósenta er óbreytt milli ár þ.e. 14,48%.
2. Hækkun útsvarstekna er áætluð 4,2%.
3. Álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt milli ára.
4. Þjónustugjöld hækka um áætlaða verðlagsþróun þ.e. 2,8%.

Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 3.073 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta, er áætluð neikvæð upp á 72 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er áætluð neikvæð upp á 36 m.kr.

Veltufé frá rekstri er áætlað 265 m.kr. eða 8,6%.

Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir 153,9 m.kr. fjárfestingum, þar ber hæst:
a)
Gangstéttir og stígar (50m)
b)
Íþróttamiðstöðin Ólafsfirði (19m)
c)
Íþróttamiðstöð Siglufirði (15m)
d)
Tjaldsvæðahús Ólafsfirði (7m)

Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 46,7%.

Eiginfjárhlutfall verður 0,65.
Veltufjárhlutfall verður 1,52 og handbært fé í árslok 2021 er áætlað 321 m.kr.
Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 1.070 m.kr.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2021 og 2022 - 2024, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn leggur fram breytingu á framlagðri fjárhagsáætlun 2021, tillaga um breytingu felur það í sér að fasteignaskattsprósenta í A - flokki verði lækkuð í 0,48% úr 0,49%.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 7 atkvæðum.