Breytingar á ósi Ólafsfjarðarár

Málsnúmer 2007023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 256. fundur - 15.07.2020

Lagðar fram loftmyndir sem sýna þá breytingu sem orðið hefur á ósi Ólafsfjarðarár og hækkun á vatnsborði í kjölfarið.
Nefndin fór yfir loftmyndir sem lagðar voru fram á fundinum og ræddi þá hækkun vatnsyfirborðs sem hefur átt sér stað undanfarin ár í vorleysingum.
Nefndin samþykkir að fela bæjarstjóra og tæknideild að ræða við Vegagerðina um það ástand sem er í dag. Breytingar hafa orðið á stöðu yfirborðsvatns í Ólafsjarðarvatni á þann veg að hætta er á að flæði inn í fasteignir við vatnið og að fuglavarp eyðileggist.