Tjarnargata 18 Siglufirði - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2003059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 01.04.2020

Lögð fram umsókn dagsett 27.mars 2020 þar sem Magnús Hauksson f.h. Öryggisfjarskipta ehf. sækir um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tjarnargötu 18, Siglufirði. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit hjá bátaskýli á lóðinni og gert verður ráð fyrir litlu fjarskiptahúsi og um 30m fjarskiptamastri fyrir þráðlaus samskipti á Siglufirði; farsíma, útvarp, sjónvarp, og tetra neyðar- og öryggisfjarskipti. Einnig lagt fram umboð Björgunarsveitarinnar Stráka sem er lóðarhafi.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 04.06.2020

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Þormóðseyrar á Siglufirði var auglýst með athugasemdafresti frá 14. apríl til 30. maí 2020. Breytingin nær til lóðarinnar Tjarnargötu 18 og felur í sér stækkun á byggingarreit þar sem gert er ráð fyrir stækkun á núverandi bátaskýli, fjarskiptamastri að hámarki 35m á hæð auk tilheyrandi tækja- og rafstöðvarhúsi.
Ein athugasemd barst á auglýsingatímanum, frá Lárusi L. Blöndal fyrir hönd Síldarleitarinnar sf. sem er með starfsemi í Tjarnargötu 16. Síldarleitin sf. telur að með því að breyta deiliskipulaginu þannig að það heimili frekari uppbyggingu á lóðinni að Tjarnargötu 18 muni þrengja að lóðarréttindum lóðarinnar að Tjarnargötu 16.

Nefndin tekur tillit til athugasemdar Síldarleitarinnar sf. og samþykkir að fella út stækkun byggingarreits að undanskildu milli Tjarnargötu 18b og 20 þar sem fyrirhugað er að reisa fjarskiptamastur auk tilheyrandi tækja og rafstöðvarhúss. Nefndin samþykkir skipulagstillöguna með áorðnum breytingum og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.