Ósk um heimild til efnistöku

Málsnúmer 1906002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fundur - 19.06.2019

Lagt fram erindi Hauks Jónssonar f.h. Vegagerðarinnar, dagsett 27. maí 2019 þar sem óskað er eftir heimild til efnistöku á tveimur stöðum í Ólafsfirði vegna byggingar Skarðsvegar á Siglufirði. Annars vegar er um að ræða efnishaug úr Héðinsfjarðargöngum við Ólafsfjarðarós. Hins vegar Garðsnámu sem er að helmingi í eigu Fjallabyggðar. Heildarmagn efnis er 8500 m3.
Samþykkt
Erindi samþykkt en nefndin áréttar að umrædd efnistaka hefur ekki áhrif á hljóðmön sem er í kringum mótorkrossbrautina.