Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

237. fundur 06. mars 2019 kl. 16:30 - 17:20 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Innköllun lóðar - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 1901033Vakta málsnúmer

Samkvæmt bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. janúar sl. var lóðarhöfum Bakkabyggðar 8 gefinn frestur til 1. mars 2019 til að skila inn teikningum af fyrirhuguðu húsi. Að öðrum kosti fellur lóðarúthlutun úr gildi í samræmi við 11.gr samþykktar um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð og lóðinni endurúthlutað.
Þar sem engar teikningar bárust innan tilskilins frests er lóðarúthlutun sem staðfest var 26. júní 2018, afturkölluð.

2.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 1805069Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ólafs Meyvants Jóakimssonar, dags. 5. mars 2019 þar sem hann sækir um lóðina Bakkabyggð 8, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

3.Bakkabyggð 10 - lóð skilað

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ólafs Meyvants Jóakimssonar, dagsett 5. mars 2019 þar sem hann skilar inn áður úthlutaðri lóð að Bakkabyggð 10, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

4.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Lækjargata 9a,b og c

Málsnúmer 1902061Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseigenda Lækjargötu 9a, b og c dagsett 12. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamning. Einnig lögð fram drög að nýjum samning ásamt lóðarblaði.
Erindi samþykkt.

5.Athugasemdir vegna gámasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1811012Vakta málsnúmer

Lögð fram svör Stefáns Stefánssonar f.h. Íslenska Gámafélagsins ehf. vegna athugasemda Helga Jóhannssonar frá 4. nóvember 2018.

6.Óviðunandi ástand húsa, lóða og vega á Hólavegi - Siglufirði

Málsnúmer 1901095Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurlaugs Odds Jónssonar dagsett 24. janúar 2019, vegna ástands húsa, lóða og vega á Hólavegi.
Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar og felur tæknideild að svara erindinu.

7.Byggðaáætlun C.9 Náttúruvernd og efling byggða

Málsnúmer 1903003Vakta málsnúmer

Nefndin felur tæknideild að svara erindinu.

Fundi slitið - kl. 17:20.