Byggðaáætlun C.9 Náttúruvernd og efling byggða

Málsnúmer 1903003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Lagt fram erindi Páls Björgvins Guðmundssonar fh. Eyþings, dags. 01.03.2019 er varðar verkefnið Náttúruvernd og efling byggða sem byggir á byggðaáætlun C9 og er einnig hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstakt átak í friðlýsingum og að skoðaðir verði möguleikar á þjóðgörðum á öðrum stöðum en nú eru. Markmið verkefnisins er að greina tækifæri og mögulegan ávinning í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu og umsjón friðlýstra svæða, svo sem náttúrutengdri ferðaþjónustu. Óskað er eftir umsögn sveitarfélaga á svæði Eyþings fyrir 07.03.2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.