Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

220. fundur 11. desember 2017 kl. 17:00 - 17:40 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Jón Karl Ágústsson varamaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Ásgrímur Pálmason áheyrnafulltrúi mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Ytri-Gunnólfsá II - Frístundabyggð

Málsnúmer 1604091Vakta málsnúmer

Á 218. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að hafa samráð við landeigendur á Kleifum um mögulega breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

Öllum landeigendum og lóðarleiguhöfum var sent bréf þar sem kynntir voru núverandi skilmálar í gildandi aðalskipulagi og óskað eftir sýn landeigenda um framtíð Kleifanna svo hægt sé að meta þörfina á endurskoðun aðalskipulagsskilmála fyrir svæðið í heild. Lögð fram svör landeigenda að Ytri Gunnólfsá II dags. 17. nóvember 2017, Hofi dags. 11. nóvember 2017 og Gunnarsholti dags. 30. nóvember 2017.
Samþykkt
Tæknideild falið að gera breytingu á aðalskipulagi þannig að jörðin Ytri Gunnólfsá II verði skilgreind sem frístundabyggð.

2.Umsókn um byggingarleyfi - niðurrif Gránugötu 27-29

Málsnúmer 1711078Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Selvíkur ehf. dagsett 28. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til niðurrifs húss við Gránugötu 27-29.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

3.Ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir hesthús á Siglufirði

Málsnúmer 1712006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Egils Rögnvaldssonar og Óðins Rögnvaldssonar dagsett 1. desember 2017. Vegna höfnunar á leyfi til búfjárhalds er óskað er eftir því að texta verði breytt í deiliskipulagi fyrir hesthús á Siglufirði þannig að heimilt sé að vera með blandaðan búskap í hesthúsunum líkt og er í Ólafsfirði.
Vísað til umsagnar
Tæknideild falið að leita umsagna hjá hesthúsaeigendum og hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði.

4.Leyfi til búfjárhalds - 2017

Málsnúmer 1709084Vakta málsnúmer

Lagðar fram eftirtaldar umsóknir um leyfi til búfjárhalds;

Helga Lúðvíksdóttir, 10 hestar
Jón Valgeir Baldursson, 15 sauðfé og 10 hænsni
Daníel Páll Víkingsson, 15 sauðfé
Ágúst Örn Jónsson, 10 sauðfé
Samþykkt
Umsóknir þessar uppfylla skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar.

5.Búfjárhald að Flugvallarvegi 2, Siglufirði

Málsnúmer 1710102Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hjalta Gunnarssonar, f.h. Gunnars Júlíussonar þar sem óskað er eftir undanþágu til að halda sauðfé að Flugvallarvegi 2 til 30. júní 2018.
Samþykkt
Í ljósi aðstæðna er umbeðin undanþága veitt til 30. júní 2018. Að þeim tíma liðnum verða ekki frekari undanþágur veittar fyrir búfjárhald í húsinu. Nefndin vísar til bókunar bæjarráðs þar sem óskað hefur verið eftir við Samgöngustofu að Siglufjarðarflugvöllur verði skráður sem lendingarstaður.

Fundi slitið - kl. 17:40.