Ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir hesthús á Siglufirði

Málsnúmer 1712006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11.12.2017

Lagt fram erindi Egils Rögnvaldssonar og Óðins Rögnvaldssonar dagsett 1. desember 2017. Vegna höfnunar á leyfi til búfjárhalds er óskað er eftir því að texta verði breytt í deiliskipulagi fyrir hesthús á Siglufirði þannig að heimilt sé að vera með blandaðan búskap í hesthúsunum líkt og er í Ólafsfirði.
Vísað til umsagnar
Tæknideild falið að leita umsagna hjá hesthúsaeigendum og hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11.01.2018

Á 220. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram erindi Egils og Óðins Rögnvaldssona, þar sem óskað var eftir breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis á Siglufirði, þannig að heimilt væri að vera með blandaðan búskap í hesthúsunum. Nefndin fól tæknideild að leita umsagna hjá hesthúsaeigendum og hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði vegna málsins.

Lagðar fram sex umsagnir hesthúsaeigenda ásamt umsögn hestamannafélagsins Glæsis.

Beiðni um breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis er hafnað þar sem umsagnaraðilar eru almennt mótfallnir tillögu um breytingu á deiliskipulaginu. Nefndir veitir Agli og Óðni undanþágu til að halda sauðfé í hesthúsunum til sumars 2018.