Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

77. fundur 19. ágúst 2021 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sandra Finnsdóttir varamaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ida M. Semey boðaði forföll, ekki gafst tími til að boða varamann hennar.

1.Hátíðir í Fjallabyggð 2021

Málsnúmer 2108018Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir þær hátíðir sem áætlað var að halda og voru haldnar í Fjallabyggð í sumar. Í júní var Sjómannadagshátíð haldin með aðeins breyttu sniði og þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur einnig að mestu með óbreyttu sniði frá fyrri árum. Þá var Þjóðlagahátíðin haldin á áætluðum tíma í júlí. Í vor ákvað Fjallabyggð að fresta Trilludögum 2021 og 3 dögum fyrir setningu Berjadaga, sem halda átti um verslunarmannahelgi, var þeim frestað vegna stöðu Covid-19 í samfélaginu. Ekki varð af Síldarævintýri á Siglufirði að þessu sinni af sömu ástæðu. Fjallabyggð tók ákvörðun að nýta hluta fjármagns sem áætlað var í Trilludaga til að styrkja og halda pop-up viðburði í Fjallabyggð. Nokkrir hafa verið haldnir og eru aðrir áformaðir seinna á árinu.

2.Barnamenningarhátíð 2021

Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Barnamenningarhátíð sem áætluð er haustið 2021 í Fjallabyggð. Hátíðinni hefur þegar verið frestað tvisvar vegna Covid-19 en nú miðast undirbúningur við nokkrar sviðsmyndir og verður reynt að halda hátíðina með einum eða öðrum hætti í haust. Mögulega þarf að dreifa viðburðum og námskeiðum til að takmarka hópamyndun.

Fundi slitið - kl. 18:00.