Barnamenningarhátíð 2021

Málsnúmer 2103007

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 04.03.2021

Fyrirhugað er að halda Barnamenningarhátíð í Fjallabygggð dagana 12. - 17. apríl. Að hátíðinni koma fjölmargir aðilar í Fjallabyggð ásamt leik-, grunn- og tónlistarskóla. Dagskrá hátíðarinnar verður auglýst þegar nær dregur.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 08.04.2021

Vegna sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru vegna heimsfaraldurs er Barnamenningarhátíð í Fjallabyggð frestað til hausts 2021. Barnamenningarhátíð er haldin í samstarfi við skólana og háð þátttöku listamanna í sveitarfélaginu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 19.08.2021

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Barnamenningarhátíð sem áætluð er haustið 2021 í Fjallabyggð. Hátíðinni hefur þegar verið frestað tvisvar vegna Covid-19 en nú miðast undirbúningur við nokkrar sviðsmyndir og verður reynt að halda hátíðina með einum eða öðrum hætti í haust. Mögulega þarf að dreifa viðburðum og námskeiðum til að takmarka hópamyndun.