Hátíðir í Fjallabyggð 2021

Málsnúmer 2108018

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 19.08.2021

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir þær hátíðir sem áætlað var að halda og voru haldnar í Fjallabyggð í sumar. Í júní var Sjómannadagshátíð haldin með aðeins breyttu sniði og þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur einnig að mestu með óbreyttu sniði frá fyrri árum. Þá var Þjóðlagahátíðin haldin á áætluðum tíma í júlí. Í vor ákvað Fjallabyggð að fresta Trilludögum 2021 og 3 dögum fyrir setningu Berjadaga, sem halda átti um verslunarmannahelgi, var þeim frestað vegna stöðu Covid-19 í samfélaginu. Ekki varð af Síldarævintýri á Siglufirði að þessu sinni af sömu ástæðu. Fjallabyggð tók ákvörðun að nýta hluta fjármagns sem áætlað var í Trilludaga til að styrkja og halda pop-up viðburði í Fjallabyggð. Nokkrir hafa verið haldnir og eru aðrir áformaðir seinna á árinu.