Rekstur tjaldsvæða 2015

Málsnúmer 1503036

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12.03.2015

Fyrir liggur að samningar við rekstraraðila tjaldsvæða eru útrunnir.
Báðir aðilar, í Ólafsfirði og Siglufirði, hafa lýst yfir áhuga á því að fá að halda áfram að hafa umsjón með tjaldsvæðunum. Nefndin samþykkir að gengið verði til viðræðna við Bolla og Bedda ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Ólafsfirði og við Baldvin Júlíusson um rekstur tjaldsvæðisins á Siglufirði og samið verði um reksturinn til eins árs.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 05.11.2015

Lagt fram
Lagðar voru fram skýrslur rekstraraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar sumarið 2015. Á Siglufirði voru gistinætur 3.673 sem eru tæplega 1.200 færri en sumarið 2014. Í Ólafsfirði voru gistinætur 227 á móti 795 sumarið 2014. Meginástæða fækkunar gistinátta á tjaldsvæðunum var mjög óhagstætt veðurfar á Norðurlandi. Í Ólafsfirði má einnig rekja fækkun til lokunar á stórum hluta svæðisins vegna framkvæmda og á Siglufirði voru gestir á Pæjumótinu umtalsvert færri en árið áður sem hefur sitt að segja. Markaðs- og menningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir greinargóðar skýrslur. Nefndin leggur til að gengið verði til viðræðna við rekstaraðila um áframhaldandi umsjón með tjaldsvæðum ef kostur er.