Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

103. fundur 07. desember 2023 kl. 16:15 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Ferðamálastefna Íslands til 2030

Málsnúmer 2309021Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði drögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 til umræðu og umsagnar í markaðs- og menningarnefnd.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd fjallaði um drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030. Frestur til að skila inn umsögn í samráðsgátt rann út 30. nóvember sl. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra og hafnarstjóra Fjallabyggðarhafna og Anitu Elefsen umboðsmanns farþegaskipa í Fjallabyggð fyrir umsögn þeirra og tekur undir áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra breytinga á skipakomur í minni hafnir eins og Fjallabyggðarhafnir.

2.Söfnunarreglur Listaverkasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 2309060Vakta málsnúmer

Á fundi sínum, 8.9.2023, fól bæjarráð markaðs- og menningarfulltrúa að gera drög að innkaupastefnu listaverka og leggja fyrir bæjarráð.
Vísað til bæjarráðs
Málið hefur verið til umræðu og úrvinnslu hjá markaðs- og menningarfulltrúa og markaðs- og menningarnefnd. Nefndin leggur til að gerðar verði söfnunarreglur í stað innkaupastefnu þar sem fram kemur með hvaða hætti Listaverkasafn Fjallabyggðar eykur safnkost sinn en ekki verði um stefnu um listaverkakaup að ræða. Fyrir liggja drög að söfnunarreglum Listaverkasafns Fjallabyggðar sem vísað er til umfjöllunar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 17:30.