Söfnunarreglur Listaverkasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 2309060

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 07.12.2023

Á fundi sínum, 8.9.2023, fól bæjarráð markaðs- og menningarfulltrúa að gera drög að innkaupastefnu listaverka og leggja fyrir bæjarráð.
Vísað til bæjarráðs
Málið hefur verið til umræðu og úrvinnslu hjá markaðs- og menningarfulltrúa og markaðs- og menningarnefnd. Nefndin leggur til að gerðar verði söfnunarreglur í stað innkaupastefnu þar sem fram kemur með hvaða hætti Listaverkasafn Fjallabyggðar eykur safnkost sinn en ekki verði um stefnu um listaverkakaup að ræða. Fyrir liggja drög að söfnunarreglum Listaverkasafns Fjallabyggðar sem vísað er til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20.12.2023

Markaðs- og menningarnefnd vísar drögum að söfnunarreglum Listaverkasafns Fjallabyggðar til umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við drögin en leggur til að fresta gildistöku reglnanna þar til endurskoðun samþykkta um stjórn Fjallabyggðar og rekstrarúttekt er lokið.