Trilludagar 2023

Málsnúmer 2301035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28.02.2023

Trilludagar hafa verið haldnir í Fjallabyggð fimm sinnum frá árinu 2016 en engin hátíð var haldin árin 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs.
Umfang hátíðarinnar hefur farið vaxandi í öllu umfangi og ekkert sem gefur til kynna annað en að hátíðin eigi eftir að stækka á komandi árum enda hátíðin vinsæl og öðruvísi en flestar bæjarhátíðir. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúi leggja til að útvistuð verði umsjón með skipulagningu og framkvæmd Trilludaga, fjölskylduhátíðar í Fjallabyggð árið 2023.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra og menningarfulltrúa fyrir minnisblaðið. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði leiða til þess að útvista hátíðinni til áhugasamra aðila.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 02.03.2023

Lögð fram til kynningar tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að skoðað verði að útvista umsjón með skipulagningu og framkvæmd Trilludaga, fjölskylduhátíðar í Fjallabyggð árið 2023.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd fjallaði um tillögu markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um möguleika á að útvista umsjón með Trilludögum 2023. Nefndin telur tímann of nauman til að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir komandi sumar, þar sem það tekur nýjan umsjónaraðila tíma að ná utan um verkefnið, tengjast samstarfsaðilum og viða að sér aðföngum o.s.frv. En nefndin leggur til að farið verði í auglýsingu á útvistun Trilludaga fyrir árið 2024 sem fyrst.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 01.06.2023

Farið yfir skipulag og undirbúning Trilludaga.
Lagt fram til kynningar
Undirbúningur Trilludags er hafinn. Trilludagur er laugardaginn 29. júlí 2023. Dagskrá verður hefðbundin. Gestum verður boðið á sjóstöng og aflinn grillaður þegar í land er komið. Skemmtidagskrá verður fyrir börn og fullorðna.